Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 13. september 2020 10:40
Ívan Guðjón Baldursson
Diego Simeone er með Covid
Mynd: Getty Images
Diego Simeone þjálfari Atletico Madrid hefur verið greindur með kórónuveiruna Covid-19 og er kominn í sóttkví.

Hann er einkennalaus sem stendur og var sá eini í hópi Atletico sem fékk jákvæða niðurstöðu úr skimun.

Það er önnur Covid bylgja að ríða yfir Spán þar sem rúmlega 12 þúsund nýir sjúklingar greindust í gær. 48 manns létust í gær vegna faraldursins.

Tímasetningin hefði getað verri fyrir hinn fimmtuga Simeone, en fyrsti leikur Atletico Madrid í spænsku deildinni er gegn Granada 27. september.
Athugasemdir
banner
banner
banner