Anderson til United? - Arsenal í viðræðum við lykilmenn - Tveir á förum frá United - 18 ára vekur athygli
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
   þri 14. ágúst 2018 20:37
Egill Sigfússon
Gulli Jóns: Kæruleysi í okkar leik
Gulli er á góðri siglingu með Þróttara
Gulli er á góðri siglingu með Þróttara
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur fékk Magna í heimsókn í kvöld í 16. umferð Inkassó-deildar karla og vann 5-3 sigur í einum skemmtilegasta leik sumarsins. Gunnlaugur Jónsson var sáttur með sigurinn en var ósáttur með kæruleysi í leik sinna manna og hrósaði Magna fyrir að skapa sér færi allan leikinn.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 5 -  3 Magni

„Þetta var náttúrulega stórfurðulegur leikur, við vorum komnir 3-0 yfir eftir 12 mínútur svo er bara nett kæruleysi. Það hefði ekki verið hægt að segja neitt við því ef Magni hefði skorað 3 mörk í fyrri hálfleik. Það kemur ákveðinn værukærð og ég vil hrósa Magna-mönnum, þeir gefast aldrei upp og skapa færi út þennan leik."

Teitur Magnússon sem er á láni frá FH kom inná í hálfleik og einnig kom Baldur Hannes Stefánsson 16 ára strákur inná í sínum fyrsta leik. Gulli hrósaði þeim báðum í hástert og sagði þá frábæra íþróttamenn.

„Teitur Magnússon kemur inn í hálfleik og spilar frábærlega, Norðurlandameistarann okkar Baldur kemur inná í 20 mínútur og er frábær. Hann er að koma úr Norðurlandamóti þar sem hann spilar alla leiki, þetta er strákur sem á bjarta framtíð og er sannkölluð fyrirmynd fyrir yngri iðkendur."

Þróttur eru á mjög góðri siglingu og eru að nálgast toppsætin, Gulli segir að nú séu bara allir leikir úrslitaleikir hjá þeim.

„Við erum bara í úrslitaleikjum þessa daganna, við erum vissulega að nálgast toppliðin en þau þurfa að misstíga sig og við þurfum bara að sinna okkar leikjum og sjá til hvað það skilar okkur."
Athugasemdir
banner