Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   þri 14. ágúst 2018 20:37
Egill Sigfússon
Gulli Jóns: Kæruleysi í okkar leik
Gulli er á góðri siglingu með Þróttara
Gulli er á góðri siglingu með Þróttara
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur fékk Magna í heimsókn í kvöld í 16. umferð Inkassó-deildar karla og vann 5-3 sigur í einum skemmtilegasta leik sumarsins. Gunnlaugur Jónsson var sáttur með sigurinn en var ósáttur með kæruleysi í leik sinna manna og hrósaði Magna fyrir að skapa sér færi allan leikinn.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 5 -  3 Magni

„Þetta var náttúrulega stórfurðulegur leikur, við vorum komnir 3-0 yfir eftir 12 mínútur svo er bara nett kæruleysi. Það hefði ekki verið hægt að segja neitt við því ef Magni hefði skorað 3 mörk í fyrri hálfleik. Það kemur ákveðinn værukærð og ég vil hrósa Magna-mönnum, þeir gefast aldrei upp og skapa færi út þennan leik."

Teitur Magnússon sem er á láni frá FH kom inná í hálfleik og einnig kom Baldur Hannes Stefánsson 16 ára strákur inná í sínum fyrsta leik. Gulli hrósaði þeim báðum í hástert og sagði þá frábæra íþróttamenn.

„Teitur Magnússon kemur inn í hálfleik og spilar frábærlega, Norðurlandameistarann okkar Baldur kemur inná í 20 mínútur og er frábær. Hann er að koma úr Norðurlandamóti þar sem hann spilar alla leiki, þetta er strákur sem á bjarta framtíð og er sannkölluð fyrirmynd fyrir yngri iðkendur."

Þróttur eru á mjög góðri siglingu og eru að nálgast toppsætin, Gulli segir að nú séu bara allir leikir úrslitaleikir hjá þeim.

„Við erum bara í úrslitaleikjum þessa daganna, við erum vissulega að nálgast toppliðin en þau þurfa að misstíga sig og við þurfum bara að sinna okkar leikjum og sjá til hvað það skilar okkur."
Athugasemdir
banner
banner