Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 16. júní 2019 17:54
Ívan Guðjón Baldursson
HM kvenna: Auðvelt fyrir varalið Bandaríkjanna
Carli Lloyd, 36 ára, hefur skorað 111 mörk fyrir A-landslið Bandaríkjanna.
Carli Lloyd, 36 ára, hefur skorað 111 mörk fyrir A-landslið Bandaríkjanna.
Mynd: Getty Images
Bandaríkin 3 - 0 Síle
1-0 Carli Lloyd ('11)
2-0 Julie Ertz ('26)
3-0 Carli Lloyd ('35)

Bandaríska kvennalandsliðið lenti ekki í stökustu vandræðum gegn Síle er liðin mættust í riðlakeppni heimsmeistaramótsins í dag.

Bandaríkin tefldi fram varaliði til að hvíla lykilmenn fyrir lokaleik riðlakeppninnar, úrslitaleikinn gegn Svíþjóð.

Hin öfluga Carli Lloyd var þó í byrjunarliðinu og skoraði hún strax eftir 11 mínútna leik. Hún varð þá fyrsta konan til að skora í sex leikjum í röð á HM.

Julie Ertz tvöfaldaði forystuna og gerði Lloyd þriðja markið fyrir leikhlé. Eftir leikhlé gat Lloyd fullkomnað þrennuna en hún brenndi af vítaspyrnu.

Bandaríkin og Svíþjóð eru saman á toppnum með sex stig. Bandaríkin vann Taíland 13-0 í fyrstu umferð og er því með markatöluna 16-0.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner