Grindavík lauk tímabilinu á tapi gegn Þór á Akureyri í Lengjudeildinni. Byrnjar Björn Gunnarsson tók við sem þjálfari liðsins en hann er sáttur með árangur liðsins undir sinni stjórn.
Lestu um leikinn: Þór 3 - 0 Grindavík
„Alltaf svekktur að tapa. Í stuttu máli gerir maður tímabilið upp og þá er sjötta sætið niðurstaðan, sem er ásættanlegt miðað við tímann sem ég var með liðið," sagði Brynjar Björn.
„Staðan hefði getað verið verri fyrir síðustu tvær umferðir. Við kláruðum það að halda okkur í deildinni í síðustu umferð og áttum þennan leik í dag og planið var að reyna njóta þess aðeins en það er erfiðara að njóta þess þegar maður tapar 3-0."
Tímabilið í heild sinni vonbrigði fyrir Grindavík.
„Grindavík ætlaði sér meira þegar tímabilið byrjaði og byrjuðu tímabilið vel en það var kafli sem fór illa með þá. Á einhverjum tímapunkti áttum við möguleika í playoffið en það var kannski ekki raunhæft. Markmið númer 1,2 og 3 var að tryggja sætið í deildinni," sagði Brynjar Björn.
„Það verður gott að byrja á hálfgerðu núlli eftir 4-5 vikur, eitthvað þurfum við að kíkja á leikmannamál, eitthvað sem allir gera á þessum árstíma."