
Ásgerður Stefanía fyrirliði Stjörnunnar var sátt með sigurinn á Selfyssingum í stórleik 2. umferðar í Pepsideildinni. Leiknum lauk með 1-3 sigri Stjörnunnar.
„Þetta eru mjög mikilvæg stig og við erum að safna í þennan hatt sem við erum að telja stigin í, þetta eru ótrúlega mikilvæg stig."
„Við nýttum það sem við þurftum, og sköpuðum fullt af færum. Þetta er ekta leikurinn sem við spilum alltaf á móti Selfossi, þetta er miðjumoð, neglingar og nokkur færi á báða bóga."
Ásgerður meiddist í leiknum en verður vonandi klár í næsta leik.
Athyglii vakti að Stjarnan fullnýtti ekki varamannabekkinn sinn í dag og voru bara 4 á bekknum
„Það er útaf því að við erum að lána unga leikmenn og þær sem hafa verið meiddar til bæði Álftanes og Skínanda svo að þær fái spiltíma, það eru bara 3 skiptingar í leik og við þurfum ekki meira."
Athugasemdir