Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 18. október 2020 16:44
Ívan Guðjón Baldursson
Holland: AZ gerir áfram jafntefli - Götze skoraði eftir níu mínútur
Mynd: Heimasíða AZ
Mynd: PSV
Albert Guðmundsson er ekki með sæti í byrjunarliði AZ Alkmaar og var hann ónotaður varamaður í jafntefli gegn Venlo í hollenska boltanum.

AZ gjörsamlega stjórnaði fyrri hálfleik og komst í tveggja marka forystu en missti Jonas Svensson af velli með rautt spjald fyrir ljóta tæklingu skömmu fyrir leikhlé. AZ átti 16 marktilraunir gegn 0 fyrir leikhlé en gangur mála breyttist í síðari hálfleik.

Gestirnir voru sterkari en náðu ekki að koma knettinum í netið fyrr en á lokakaflanum. Þá gerðu þeir tvö mörk á tveimur mínútum og lokatölur 2-2.

AZ er búið að spila fjóra leiki á nýju tímabili og gera fjögur jafntefli. Í síðustu umferð komst liðið 0-4 yfir gegn Sparta Rotterdam fyrir leikhlé en missti forystuna niður í seinni hálfleik.

AZ Alkmaar 2 - 2 VVV-Venlo
1-0 J. Karlsson ('2)
2-0 C. Stengs ('24)
2-1 E. Linthorst ('86)
2-2 G. Giakoumakis ('88, víti)
Rautt spjald: J. Svensson, AZ ('41)

Mario Götze, fyrrum stórstjarna Borussia Dortmund og FC Bayern, spilaði þá sinn fyrsta leik fyrir PSV Eindhoven. Það tók hann aðeins níu mínútur að skora í sigri gegn PEC Zwolle.

PSV hefur farið vel af stað í haust og er á toppi deildarinnar með 13 stig eftir 5 umferðir, einu stigi fyrir ofan Vitesse og Ajax.

PEC Zwolle 0 - 3 PSV Eindhoven
0-1 Mario Götze ('9)
0-2 C. Gakpo ('18)
0-3 D. Malen ('39)
Athugasemdir
banner
banner