Salah aftur til Roma - Bruno Fernandes á förum? - Sterling til West Ham - Goretzka í enskt stórlið?
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
banner
   sun 20. ágúst 2017 18:33
Orri Rafn Sigurðarson
Gulli Jóns: Hérna áttum við að svara hvort það væri von
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
ÍA og ÍBV mættust í sannkölluðum botnbaráttuslag það sem ekkert annað en þrjú stig voru í boði fyrir skagamenn . ÍBV vann leikinn 1-0 og því ljóst að einn nagli er kominn í fallkistuna hjá ÍA

„Mjög slæm. Bara virkilega," sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA aðspurður út í tilfinninguna eftir leik.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  1 ÍBV

„Nei klárlega ekki miða við hvað við sýndum hér í dag þá hefur gírinn ekki alveg verið sá rétti þessi fyrsti klukkutími var ekki nógu góður hjá okkur við leggjum ekki það í þennan leik sem við eigum að gera og niðurstaðan er tap því miður."

Skagamenn virtust einfaldlega ekki rétt gíraðir í þennan leik ógnuðu nánast ekkert fyrsta klukkutíman nema úr föstum leikatriðum og litu ekki út fyrir að vera berjast fyrir lífi sínu

„Menn verða spurja sig að því næstu daga hvort að þessi von sé til því að í dag erum við að spila hálfgerðan úrslita leik og hérna áttum við að svara hvort það væri von en við gerum það ekki "

Vonin er lítil fyrir ÍA en miði er möguleiki , þeir verða að rífa sig í gang því þeir eiga erfitt prógram eftir ef þeir vilja halda sér í deild þeirra bestu.

„Ég kann að meta það , en það verður bara segjast við við verðum að ger abetur í dag ef við ætlum að eiga von og það er nátturlega klárlega verkefni að finna út úr því við þurfum að leggja meira í þetta en við gerðum í dag"

ÍA er stór klúbbur með mikla sögu og á heima í efstu deild það yrði mikill sjónarmissir að missa skagamenn aftur í Inkasso deildina.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild.
Athugasemdir
banner
banner
banner