Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz til Bayerrn
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   sun 20. október 2024 22:17
Stefán Marteinn Ólafsson
Ómar: Ekki okkar að kasta honum til þeirra á svona augnabliki
Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK
Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

HK tóku á móti Fram í Kórnum í kvöld þegar næst síðustu umferð Bestu deildar karla lauk í kvöld. 

Það stefndi allt í jafntefli í kvöld en þegar komið var rúmlega inn í uppbótartímann fundu HK sigurmark.


Lestu um leikinn: HK 2 -  1 Fram

„Ekki það að við höfum verið að prófa hitt neitt rosalega mikið undanfarið en þetta er mjög sérstök tilfinning en mjög ánægjuleg." Sagði Ómar Ingi Guðmundsson eftir sætan sigur í kvöld.

„Mér fannst bara augnarblikið í leiknum vera þannig síðustu tíu, fimmtán mínúturnar að við værum að fá fullt af boltum sem að við gætum komið á markið og vonandi í markið undir lokin. Þetta var bara spurning um að sá sem að boltinn myndi detta fyrir á réttum stað myndi nýta færið sitt þannig þetta er bara hrikalega sætt." 

Fram voru ekki par sáttir með að fá ekki boltann aftur eftir að hafa sparkað honum útaf svo hægt væri að huga að Guðmundi Magnússyni sem sat eftir stuttu fyrir sigurmark HK. 

„Þetta er nátturlega ekki í meiðslum. Gummi Magg krampaði og þurfti að láta teygja á sér í einhverjar tíu sekúndur. Ég held að það sé ekki eitthvað sem þurfi að gera [sparka boltanum aftur til Fram]. Við fengum bara innkast upp við hornfána og við erum að reyna sækja til sigurs."

„Ég skil ekki að það sé okkar að búa til rými fyrir þá til þess að láta teyja á manni. Hann fékk ekki einusinni sjúkraþjálfarann inn á. Þetta var ekki neitt. Þeir hefðu getað gert þúsund aðra hluti við boltann líka annað en að sparka honum í innkast við hliðina á hornfánanum." 

„Því miður þá finnst mér það ekki okkar að kasta honum til þeirra á svona augnarbliki miðað við það sem var í gangi."

Nánar er rætt við Ómar Inga Guðmundsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KA 27 10 7 10 44 - 48 -4 37
2.    KR 27 9 7 11 56 - 49 +7 34
3.    Fram 27 8 6 13 38 - 49 -11 30
4.    Vestri 27 6 7 14 32 - 53 -21 25
5.    HK 27 7 4 16 34 - 71 -37 25
6.    Fylkir 27 5 6 16 32 - 60 -28 21
Athugasemdir
banner
banner
banner