Liverpool og Man Utd á eftir ungum framherja - Rodrygo vill fara frá Real Madrid - Rogers orðaður við Chelsea
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
   sun 20. október 2024 22:17
Stefán Marteinn Ólafsson
Ómar: Ekki okkar að kasta honum til þeirra á svona augnabliki
Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK
Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

HK tóku á móti Fram í Kórnum í kvöld þegar næst síðustu umferð Bestu deildar karla lauk í kvöld. 

Það stefndi allt í jafntefli í kvöld en þegar komið var rúmlega inn í uppbótartímann fundu HK sigurmark.


Lestu um leikinn: HK 2 -  1 Fram

„Ekki það að við höfum verið að prófa hitt neitt rosalega mikið undanfarið en þetta er mjög sérstök tilfinning en mjög ánægjuleg." Sagði Ómar Ingi Guðmundsson eftir sætan sigur í kvöld.

„Mér fannst bara augnarblikið í leiknum vera þannig síðustu tíu, fimmtán mínúturnar að við værum að fá fullt af boltum sem að við gætum komið á markið og vonandi í markið undir lokin. Þetta var bara spurning um að sá sem að boltinn myndi detta fyrir á réttum stað myndi nýta færið sitt þannig þetta er bara hrikalega sætt." 

Fram voru ekki par sáttir með að fá ekki boltann aftur eftir að hafa sparkað honum útaf svo hægt væri að huga að Guðmundi Magnússyni sem sat eftir stuttu fyrir sigurmark HK. 

„Þetta er nátturlega ekki í meiðslum. Gummi Magg krampaði og þurfti að láta teygja á sér í einhverjar tíu sekúndur. Ég held að það sé ekki eitthvað sem þurfi að gera [sparka boltanum aftur til Fram]. Við fengum bara innkast upp við hornfána og við erum að reyna sækja til sigurs."

„Ég skil ekki að það sé okkar að búa til rými fyrir þá til þess að láta teyja á manni. Hann fékk ekki einusinni sjúkraþjálfarann inn á. Þetta var ekki neitt. Þeir hefðu getað gert þúsund aðra hluti við boltann líka annað en að sparka honum í innkast við hliðina á hornfánanum." 

„Því miður þá finnst mér það ekki okkar að kasta honum til þeirra á svona augnarbliki miðað við það sem var í gangi."

Nánar er rætt við Ómar Inga Guðmundsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner