Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 23. janúar 2022 17:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lið ná ekki árangri nema með mjög góðan markmann
Alisson bjargaði Liverpool í dag
Alisson bjargaði Liverpool í dag
Mynd: Getty Images
Liverpool vann Crystal Palace 3-1 í dag en staðan var 2-0 eftir rúmlega hálftíma leik en þá komst Palace inn í leikinn.

Liverpool lifði af hálfleikinn án þess að fá á sig mark en Palace minnkaði loksins muninn þegar 10 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik.

Alisson varði oft gríðarlega vel í marki Liverpool og var réttilega valinn maður leiksins. Alex Oxlade-Chamberlain og Virgil Van Dijk skoruðu sitt markið hvor í leiknum en þeir voru í viðtali hjá Sky Sports eftir leikinn og Uxinn hrósaði Alisson.

„Eftir 35 mínútur bökkuðum við svolítið og nokkur slæm mistök gáfu þeim mjög góð tækifæri, lið ná ekki árangri nema vera með mjög góðan markmann. Van Dijk veit hvað það er gott að spila fyrir framan hann."

„Það er okkar vinna að þurfa ekki að treysta of mikið á hann en ef maður þarf á einhverjum að halda þá er enginn betri en hann."

Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur fyrir Liverpool sem er í 2. sæti deildarinnar 9 stigum á eftir Man City og á leik til góða.
Athugasemdir
banner
banner
banner