Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   fim 23. maí 2024 17:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: mbl.is 
„Búinn að bíða alltof lengi eftir þessu"
Oliver ánægður með sigurinn.
Oliver ánægður með sigurinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Oliver Sigurjónsson lék á þriðjudagskvöld sinn fyrsta leik í sumar þegar hann kom inn á í leik Breiðabliks gegn Stjörnunnar. Oliver glímdi við meiðsli þegar Íslandsmótið hófst en er mættur aftur á völlinn og lék síðustu 20 mínúturnar í nágrannslagnum.

Oliver, sem er 29 ára, kom við sögu í 26 leikjum í deild og bikar á síðasta tímabili. Blikinn ræddi við mbl.is eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Stjarnan

„Al­veg geðveikt að vera kom­inn aft­ur. Ég er bú­inn að bíða alltof lengi eft­ir þessu og er ótrú­lega glaður. Líka að fá sig­ur í endurkomunni er frá­bært. Þetta var mik­il harka og við þurftum að vinna fyr­ir sigr­in­um sem mér finnst líka skemmtilegt," sagði Oliver.

Hann var spurður hvort hann hefði verið lengur frá en hann bjóst við.

„Ég meidd­ist aft­ur eft­ir að hafa byrjað. Við tók­um enn lengri tíma til að koma mér í gang og þetta lít­ur allt sam­an vel út. Ég er að koma mér í gang og halda þessu gang­andi."

Næsti leikur Breiðabliks fer fram á sunnudaginn þegar liðið heimsækir Fram í Úlfarsárdalinn.
Dóri Árna: Eins og að fá nýjan leikmann í okkar hóp
Innkastið - Aftur verður FH fyrir barðinu á dómaramistökum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner