Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   sun 23. ágúst 2020 22:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kyle McLagan í Fram (Staðfest)
Lengjudeildin
Nýjasti leikmaður Fram.
Nýjasti leikmaður Fram.
Mynd: Fram
Bandaríski varnarmaðurinn Kyle McLagan er genginn í raðir Fram í Lengjudeild karla.

Fótbolti.net sagði frá því í síðustu viku að leikmaðurinn væri að semja við Fram.

„Kyle er hafsent sem styrkir breiddina í varnarlínunni okkar fyrir átökin sem framundan eru. Velkominn í Fram Kyle, hlökkum til að sjá þig á vellinum," segir í tilkynningu Fram.

McLagan er 24 ára gamall miðvörður sem lék síðast með Roskilde í Danmörku. Hann lék 27 leiki í dönsku B-deildinni á síðasta tímabili og skoraði 3 mörk er liðið féll niður í C-deildina.

Framarar eru þegar búnir að missa Arnór Daða Aðalsteinsson út í nám til Bandaríkjanna og þá er Aron Kári Aðalsteinsson einnig á leið út í nám síðar í þessum mánuði.

Fram er sem stendur í öðru sæti Lengjudeildarinnar með 24 stig og er í harðri baráttu um að komast upp í Pepsi Max-deildina.

Athugasemdir
banner
banner