Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mið 25. maí 2022 20:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Enska uppgjörið - Kristján Atli svarar spurningum
Kristján Atli Ragnarsson.
Kristján Atli Ragnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Tom
Vanmetnasti leikmaðurinn að mati Kristjáns er James Ward-Prowse.
Vanmetnasti leikmaðurinn að mati Kristjáns er James Ward-Prowse.
Mynd: Getty Images
Mo Salah var bestur.
Mo Salah var bestur.
Mynd: EPA
Mestu vonbrigðin, Jack Grealish.
Mestu vonbrigðin, Jack Grealish.
Mynd: EPA
Fótbolti.net gerir upp tímabilið í ensku úrvalsdeildinni þessa vikuna, leitað verður til sparkspekinga til að svara nokkrum spurningum um tímabilið sem er að baki og tímabilið sem framundan er. Kristján Atli Ragnarsson sérfræðingur úrvarpsþáttarins Fótbolta.net í enska boltanum svarar hér nokkrum laufléttum og skemmtilegum spurningum.

Besti leikmaðurinn? Mohamed Salah skoraði flest mörk, lagði upp flest mörk og skapaði langflest færi fyrir sg og liðsfélaga sína í deildinni í ár. Það væri hægt að velja svona 4-5 aðra leikmenn hérna og þeir væru allir vel að þessu komnir, en Salah stendur upp úr og fær mitt atkvæði.

Besti stjórinn? Thomas Frank á skilið sérstakt upphróp hérna fyrir að halda Brentford með sín litlu fjárráð þægilega um miðja deild og langt frá fallbaráttu í allan vetur. Stjóri ársins er hins vegar sá sem sannaði að það er hægt að vinna fernuna, fór með liðið sitt í 92 stig í deildinni og alla úrslitaleiki í boði, tapaði ekki leik eftir áramótin og lagði það í vana sinn að stýra liði sínu til stórsigurs í leikjum gegn báðum helstu erkifjendum sínum. Jürgen Klopp, what a man.

Flottasta markið? Mark Crystal Palace gegn Brighton í janúar. Ekki síst af því að við erum ekki vön að sjá Crystal Palace skora svona mörk. Allir leikmenn liðsins snerta boltann í uppbyggingu marksins sem Conor Gallagher skorar. Þetta mark er sönnun þess frábæra starfs sem Patrick Vieira vann með Palace-liðið í vetur. Smelltu hér til að sjá umrætt mark.

Skemmtilegasti leikurinn? Deildin bauð upp á ansi marga magnaða leiki í vetur en ef ég ætti að velja einn þá myndi ég velja sigur Tottenham á Man City á Etihad seint í febrúar. Bæði lið spiluðu frábærlega í þeim leik en Spurs komust yfir í tvígang en City komu til baka áður en sigurmark Harry Kane á lokamínútunum galopnaði bæði titilbaráttuna og kapphlaupið um 4. sætið.

Skondnasta/skemmtilegasta atvikið? Liverpool vann 5-0 á Old Trafford. Við dreymdum þann leik ekki, hann gerðist í raun og veru.

Vanmetnasti leikmaðurinn? Fullt af fólki virðist halda að James Ward-Prowse sé bara góður í að taka aukaspyrnur. Gæinn á að vera löngu kominn í betra knattspyrnulið.

Hvaða lið olli mestu vonbrigðum í vetur? Svarið var næstum því Everton, og á eftir því næstum því Leeds. Hins vegar kemur bara eitt til greina hérna. Þegar Manchester United skilar lægsta stigafjölda sínum í sögu Úrvalsdeildarinnar í hús, rekur stjórann á miðju tímabili og nær að eyða hundruðum milljóna punda í þrjár súperstjörnur af meginlandinu, þar á meðal annan af tveimur bestu knattspyrnumönnum sögunnar, og versna til muna, þá er það eina liðið sem kemur til greina. Þetta tímabil bara hlýtur að hafa verið "rock bottom" hjá rauðu djöflunum.

Hvaða leikmaður fannst þér valda mestum vonbrigðum í vetur? Manchester City eyddu næstum 100 milljónum punda í Jack Grealish og hann sat á bekknum hjá þeim meirihluta tímabilsins. Þeir hafa efni á því að versla svona en við eigum að gera meiri kröfur til svo dýrra leikmannakaupa en svo að við afsökum Grealish bara af því að þetta er City. Vonbrigði tímabilsins voru hins vegar klárlega annar næstum 100 milljón punda leikmaður sem sökkti næstum öllu tímabili síns liðs með óútskýranlegu frekjukasti um áramótin. Romelu Lukaku fær ekki fleiri sénsa hjá Chelsea grunar mig, enda vonbrigði tímabilsins.

Hvaða lið mun styrkja sig mest í sumar? Manchester City og Newcastle United. Af augljósum ástæðum. Andvarp.

Hvernig fannst þér dómgæslan í vetur? VAR-reglurnar voru skárri sem er eitthvað, og heilt yfir fengum við aðeins meiri frið frá óskiljanlegum VAR-dómum en á undanförnum tímabilum. Stærsta vandamál Úrvalsdeildarinnar er hins vegar að dómarar deildarinnar eru ennþá í hrópandi ósamræmi hver við annan og því fær maður oft skrítna dóma þar sem eitthvað sem skilar rauðu spjaldi í einum leik er varla gult í þeim næsta, og svo framvegis. Kannski örlítið skárra en síðustu ár en enska dómgæslan er ennþá talsverður eftirbátur kollega sinna í hinum stóru deildum Evrópu.

Þú mátt velja einn leikmann úr liðunum sem féllu í liðið þitt, hvaða leikmaður yrði fyrir valinu? Ég held í alvöru að enginn leikmaður úr fallliðunum þremur í ár ætti séns hjá Liverpool. Hins vegar finnst mér Watford kannski hafa verið með sterkasta leikmannahópinn af liðunum þremur sem féllu, og Ismaila Sarr leikmaður þeirra gulu hefur lengi verið orðaður við Liverpool. Honum hefur aðeins fatast flugið síðustu 1-2 ár eftir að hafa mætt af krafti til Watford sem unglingur. Sarr er auðvelda svarið en ég ætla að velja João Pedro. Kannski gæti Jürgen Klopp gert úr honum fínasta sóknarmann, ef einhver gæti það þá væri það Klopp. Sá brasilíski er bara tvítugur og á framtíðina fyrir sér.
Athugasemdir
banner