Aston Villa og Man Utd gætu skipst á leikmönnum - Onana falur fyrir 20 milljónir punda - Isak fer ekki frá Newcastle
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
   fim 26. júlí 2018 22:32
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Okkur hlýtur að hlakka til að mæta ÍR-ingum
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvíkingar fengu Leiknismenn í heimsókn suður með sjó í mikinn baráttuleik sem Njarðvík hafði betur í 1-0. Rafn Markús Vilbergsson, þjálfari Njarðvíkur, var að vonum ánægður með sigur sinna manna.

„Þetta var fábær sigur, við byrjuðum leikinn af miklum krafti og vorum mjög öflugir og vörðumst feykilega vel."

Lestu um leikinn: Njarðvík 1 -  0 Leiknir R.

Þessi sigur var merkilegur fyrir þær sakir að þetta var fyrsti heimasigur Njarðvíkur í sumar og líka sú staðreynd að Njarðvík hefur einingis unnið Breiðholtsliðin í sumar eða bæði ÍR og Leikni þannig Njarðvíkingar virðast hafa eitthvað tak á Breiðhyltingum.

„Okkur líður vel á móti þeim greinilega, erum með 9 stig af 9 þannig okkur hlýtur að hlakka til að mæta ÍR-ingum." Sagði Rafn Markús kíminn á svip.

Luka Jagacic fór meiddur útaf í síðasta leik en Rafn Markús á von á því að hann verði klár í næsta leik. „Hann tognaði á ökkla en ætti að verða klár í næsta leik."

Sigurbergur Bjarnason, sonur Bjarna Jóhannssonar þjálfara Vestra og leikmaður Njarðvíkur meiddist í vikunni og verður lengur frá.

„Hann lenti í því að slíta krossband, hann verður frá í lengri tíma."

Aðspurður hvort Njarðvíkingar ætli að bæta við sig fleirri leikmönnum fyrir lok glugga var svarið einfalt.

„Nei, við erum feykilega ánægðir, fengum tvo nýja leikmenn inn, Pawel frá Garðinum og James frá Englandi."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner