Chelsea gerir tilboð í Bellingham - Stórlið vilja Wirtz - Man City gæti gert tilbið í Wharton
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   fim 26. júlí 2018 22:32
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Okkur hlýtur að hlakka til að mæta ÍR-ingum
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvíkingar fengu Leiknismenn í heimsókn suður með sjó í mikinn baráttuleik sem Njarðvík hafði betur í 1-0. Rafn Markús Vilbergsson, þjálfari Njarðvíkur, var að vonum ánægður með sigur sinna manna.

„Þetta var fábær sigur, við byrjuðum leikinn af miklum krafti og vorum mjög öflugir og vörðumst feykilega vel."

Lestu um leikinn: Njarðvík 1 -  0 Leiknir R.

Þessi sigur var merkilegur fyrir þær sakir að þetta var fyrsti heimasigur Njarðvíkur í sumar og líka sú staðreynd að Njarðvík hefur einingis unnið Breiðholtsliðin í sumar eða bæði ÍR og Leikni þannig Njarðvíkingar virðast hafa eitthvað tak á Breiðhyltingum.

„Okkur líður vel á móti þeim greinilega, erum með 9 stig af 9 þannig okkur hlýtur að hlakka til að mæta ÍR-ingum." Sagði Rafn Markús kíminn á svip.

Luka Jagacic fór meiddur útaf í síðasta leik en Rafn Markús á von á því að hann verði klár í næsta leik. „Hann tognaði á ökkla en ætti að verða klár í næsta leik."

Sigurbergur Bjarnason, sonur Bjarna Jóhannssonar þjálfara Vestra og leikmaður Njarðvíkur meiddist í vikunni og verður lengur frá.

„Hann lenti í því að slíta krossband, hann verður frá í lengri tíma."

Aðspurður hvort Njarðvíkingar ætli að bæta við sig fleirri leikmönnum fyrir lok glugga var svarið einfalt.

„Nei, við erum feykilega ánægðir, fengum tvo nýja leikmenn inn, Pawel frá Garðinum og James frá Englandi."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner