Verðmiðinn á Rashford - Mikið tap hjá Ratcliffe - Newcastle vill Gittens
Gunnar Heiðar: Héldum ekki áfram að gera það sem við erum góðir í
Jóhann Birnir: Meira svekktur með að það kom óðagot á okkur
Hemma Hreiðars bragur að myndast hjá HK - „Vilja æfa eins og skepnur"
Óli Íshólm: Eitthvað til að byggja ofan á en súrt var það
Þriðji markvörður Fjölnis í þremur leikjum - „Ekki algengt að tveir markmenn af þrem meiðist"
Árni Guðna: Þurfum að snúa þessum jafnteflum upp í sigra
De Jong spark fékk bara gult spjald „Hann fer bara með takkana í magann á honum"
Matti: Fyrri hálfleikurinn fer í algjört andleysi
Agla María: Ansi góð vika og við förum sáttar inn í helgina
Berglind Björg: Auðvitað er það alltaf markmiðið
Best í Mjólkurbikarnum: Örugglega fyrsta þrennan á ferlinum
Arnar Gunnlaugs á nýja grasinu: Ótrúlegir hlutir gerst síðustu vikur
Arnór Borg um VÆB fagn Vestra: Daði var að cooka inn í klefa, Róa eitthvað
Dóri Árna: Ef maður misstígur sig einu sinni þá ertu búinn
Davíð Smári eftir magnaðan sigur: Þetta er fótboltaleikur, það eru tilfinningar
Haddi: Gerum glórulaus mistök
Rúnar Kristins: Baráttuandinn og viljinn til staðar
Sjáðu síðasta víti Stjörnunnar og stemninguna hjá Kára í Akraneshöllinni
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
   þri 26. september 2017 15:40
Elvar Geir Magnússon
Efnilegastur 2017: Mikið þor hjá þjálfurunum að setja mig í liðið
Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
Alex Þór í höfuðstöðvum Fótbolta.net í dag.
Alex Þór í höfuðstöðvum Fótbolta.net í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex í leik í Garðabænum.
Alex í leik í Garðabænum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex Þór Hauksson hefur verið í stóru hlutverki hjá Stjörnunni í sumar en þessi 17 ára strákur frá Álftanesi er efnilegasti leikmaður Pepsi-deildarinnar árið 2017 að mati Fótbolta.net.

„Þetta sumar hefur komið mér mjög á óvart. Ég bjóst ekki við að spila svona mikið svo ég er mjög sáttur við mitt sumar og mitt framlag til liðsins," segir Alex.

Alex hefur verið að spila sem djúpur miðjumaður en það er ekki algengt að strákar á hans aldri séu að spila þá stöðu í einu af bestu liðum landsins.

„Það er mikið þor hjá þjálfurunum að setja mig í liðið. Þetta hefur ekki verið mikið mál með toppmenn eins og Eyjó og Baldur við hlið mér. Þeir hafa hjálpað mér mikið í gegnum þetta og staðið við bakið á mér. Það eru allir mjög góðir vinir í klefanum."

Alex segist mikið hafa verið með eldri krökkum í fótbolta þegar hann var yngri og hann hafi lært mikið af því.

„Það þýddi ekkert að væla. Maður þurfti að harka af sér ef maður ætlaði að vera með."

Hver er erfiðasti andstæðingur sem hann hefur mætt í Pepsi-deildinni?

„Ég held að ég verði að gefa Steven Lennon það. Það er mjög erfitt að eiga við hann. Hann er mjög klókur leikmaður og góður."

Alex segir að atvinnumennskan sé að sjálfsögðu markmiðið en er ánægður hjá Stjörnunni og segist vel geta séð sig spila þar lengur. Hann gerir sér grein fyrir því að það sé mjög stórt fyrir sig að geta tekið þátt í Evrópuleikjum með Garðabæjarliðinu.

Stjarnan er örugg með Evrópusæti á næsta tímabili. Það varð ljóst á sunnudaginn, þrátt fyrir tap gegn Val.

„Það voru mjög blendnar tilfinningar eftir leikinn. Maður var svekktur með að hafa tapað en á sama tíma ánægður með að hafa tryggt Evrópusætið. Það gefur smá ró inn í vikuna þó við stefnum auðvitað á að taka annað sætið í deildinni," segir Alex.

Þess má geta að Alex var tólf ára gamall þegar hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokk, það var með Álftanesi í þriðju deildinni.

„Annað hvort átti ég eða Magnús Valur Böðvarsson (betur þekktur sem Maggi Bö) að vera í hóp. Ég var valinn og fékk að sprikla í nokkrar mínútur. Ég held að Maggi hafi ekki verið sáttur. Hann hefur verið brjálaður yfir því að fá ekki að koma inn og setja hann. Þekktur markaskorari á Álftanesinu," segir Alex léttur.

Sjá einnig:
Böðvar Böðvarsson efnilegastur 2016
Oliver Sigurjónsson efnilegastur 2015
Aron Elís Þrándarson efnilegastur 2014
Hólmbert Friðjónsson efnilegastur 2013
Athugasemdir
banner
banner