Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
banner
   þri 26. september 2017 15:40
Elvar Geir Magnússon
Efnilegastur 2017: Mikið þor hjá þjálfurunum að setja mig í liðið
Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
Alex Þór í höfuðstöðvum Fótbolta.net í dag.
Alex Þór í höfuðstöðvum Fótbolta.net í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex í leik í Garðabænum.
Alex í leik í Garðabænum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex Þór Hauksson hefur verið í stóru hlutverki hjá Stjörnunni í sumar en þessi 17 ára strákur frá Álftanesi er efnilegasti leikmaður Pepsi-deildarinnar árið 2017 að mati Fótbolta.net.

„Þetta sumar hefur komið mér mjög á óvart. Ég bjóst ekki við að spila svona mikið svo ég er mjög sáttur við mitt sumar og mitt framlag til liðsins," segir Alex.

Alex hefur verið að spila sem djúpur miðjumaður en það er ekki algengt að strákar á hans aldri séu að spila þá stöðu í einu af bestu liðum landsins.

„Það er mikið þor hjá þjálfurunum að setja mig í liðið. Þetta hefur ekki verið mikið mál með toppmenn eins og Eyjó og Baldur við hlið mér. Þeir hafa hjálpað mér mikið í gegnum þetta og staðið við bakið á mér. Það eru allir mjög góðir vinir í klefanum."

Alex segist mikið hafa verið með eldri krökkum í fótbolta þegar hann var yngri og hann hafi lært mikið af því.

„Það þýddi ekkert að væla. Maður þurfti að harka af sér ef maður ætlaði að vera með."

Hver er erfiðasti andstæðingur sem hann hefur mætt í Pepsi-deildinni?

„Ég held að ég verði að gefa Steven Lennon það. Það er mjög erfitt að eiga við hann. Hann er mjög klókur leikmaður og góður."

Alex segir að atvinnumennskan sé að sjálfsögðu markmiðið en er ánægður hjá Stjörnunni og segist vel geta séð sig spila þar lengur. Hann gerir sér grein fyrir því að það sé mjög stórt fyrir sig að geta tekið þátt í Evrópuleikjum með Garðabæjarliðinu.

Stjarnan er örugg með Evrópusæti á næsta tímabili. Það varð ljóst á sunnudaginn, þrátt fyrir tap gegn Val.

„Það voru mjög blendnar tilfinningar eftir leikinn. Maður var svekktur með að hafa tapað en á sama tíma ánægður með að hafa tryggt Evrópusætið. Það gefur smá ró inn í vikuna þó við stefnum auðvitað á að taka annað sætið í deildinni," segir Alex.

Þess má geta að Alex var tólf ára gamall þegar hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokk, það var með Álftanesi í þriðju deildinni.

„Annað hvort átti ég eða Magnús Valur Böðvarsson (betur þekktur sem Maggi Bö) að vera í hóp. Ég var valinn og fékk að sprikla í nokkrar mínútur. Ég held að Maggi hafi ekki verið sáttur. Hann hefur verið brjálaður yfir því að fá ekki að koma inn og setja hann. Þekktur markaskorari á Álftanesinu," segir Alex léttur.

Sjá einnig:
Böðvar Böðvarsson efnilegastur 2016
Oliver Sigurjónsson efnilegastur 2015
Aron Elís Þrándarson efnilegastur 2014
Hólmbert Friðjónsson efnilegastur 2013
Athugasemdir
banner
banner