Fallbaráttulið Everton tekur á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á Goodison Park klukkan 16:30 í dag.
Erik ten Hag gerir þrjár breytingar frá 1-0 sigrinum á Luton Town fyrir landsleikjahlé.
Táningurinn Kobbie Mainoo snýr aftur á völlinn eftir meiðsli á undirbúningstímabilinu og þá er Luke Shaw mættur aftur. Rasmus Höjlund er frá vegna meiðsla og því kemur Anthony Martial inn fyrir hann.
Raphael Varane er áfram á bekknum hjá United, en þeir Victor Lindelöf og Harry Maguire byrja í miðri vörn.
Sean Dyche gerir eina breytingu á liði Everton. Amadou Onana er ekki búinn að ná sér af meiðslum og byrjar því Idrissa Gana Gueye í stað hans.
Everton: Pickford, Branthwaite, Tarkowski(c), Mykolenko, Young, McNeil, Harrison, Gueye, Garner, Calvert-Lewin, Doucouré
Man Utd: Onana, Lindelöf, Maguire, Diogo Dalot, Shaw, Bruno Fernandes(c), Garnacho, Rashford, McTominay, Mainoo, Martial
Athugasemdir