Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   þri 27. ágúst 2024 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chelsea reynir við Toney á síðustu stundu
Ivan Toney.
Ivan Toney.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Núna stuttu eftir að fréttir bárust af því að Ivan Toney væri búinn að samþykkja risatilboð frá Sádi-Arabíu, þá hefur Chelsea ákveðið að blanda sér í baráttuna um hann.

Kaveh Solhekol, fréttamaður Sky Sports, segir frá því að Chelsea sé núna að vinna í því að fá Toney.

„Bláliðar vilja fá markaskorara sem hefur sannað sig til að leiða línuna," segir Solhekol.

Toney á innan við ár eftir af samningi sínum en Brentford er að vonast eftir 50 milljónum punda fyrir hann.

Framherjinn hefur verið utan hóps í fyrstu tveimur umferðunum í úrvalsdeildinni út af mögulegum félagaskiptum.

Al-Ahli í Sádi-Arabíu hefur boðið honum risasamning en Chelsea getur boðið honum upp á að spila áfram í ensku úrvalsdeildinni. Lundúnafélagið, sem hefur verslað mikið í sumar, vonast til að geta landað honum á síðustu dögum gluggans.
Athugasemdir
banner
banner