Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   þri 27. ágúst 2024 11:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Situr arftakinn við hliðina á Ten Hag á varamannabekknum?
Ruud van Nistelrooy.
Ruud van Nistelrooy.
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag, stjóri Manchester United.
Erik ten Hag, stjóri Manchester United.
Mynd: EPA
Manchester United er með þrjú stig eftir fyrstu tvo leikina í ensku úrvalsdeildinni en liðið tók sigur gegn Fulham og svo kom tap gegn Brighton um síðustu helgi.

Erik ten Hag er núna á sínu þriðja tímabili með United en það var mikið rætt innan félagsins eftir síðustu leiktíð hvort það ætti að reka hann.

Kristján Atli Ragnarsson var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag og ræddi þar um enska boltann. Hann telur að United sé með mögulegan arftaka Ten Hag í þjálfarateymi hans en Ruud van Nistelrooy var ráðinn sem aðstoðarstjóri United í sumar.

„Ég spyr mig hvort að hans arftaki sé ekki mættur á hliðarlínuna og sitji við hliðina á honum á varamannabekknum, prófessor Van Nistelrooy," sagði Kristján Atli í þættinum.

„Ten Hag, ef þetta verður ekki gott hjá honum þá held ég að ólin sé stutt eftir síðasta tímabil."

„Þeir töpuðu og næsti leikur er Liverpool á Old Trafford. Ætla þeir að fara að bjóða pressunni í kaffi í ágúst með Ruud van Nistelrooy á bekknum? Núna er búið að versla og núna skal hann sýna framför."

Van Nistelrooy var magnaður markaskorari á leikmannaferli sínum og skoraði 150 mörk í 219 leikjum fyrir United. Hann var stjóri PSV Eindhoven 2022-23 eftir að hafa þjálfað yngri lið félagsins árin á undan. Van Nistelrooy var orðaður við stjórastarfið hjá Burnley í sumar áður en hann ákvað að koma inn í teymið hjá United en hann þykir spennandi þjálfari.
Útvarpsþátturinn - Brotnir KR-ingar, Euro-Vikes og enskt hringborð
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner