
KR gerði frábæra ferð í Kaplakrika í dag og vann 5-1 stórsigur á liði FH í sannkölluðum botnbaráttuslag.
„Ég er gríðarlega sáttur... nei auðvitað er ég ósáttur það er slæmt að tapa og skelfilegt að tapa 5-1 þó svo að tölurnar gefa ekki rétta mynd af gangi leiksins en stóra niðurstaðan er það að við töpum leiknum." Sagði Orri Þórðarson þjálfari FH eftir leik
„Ég er gríðarlega sáttur... nei auðvitað er ég ósáttur það er slæmt að tapa og skelfilegt að tapa 5-1 þó svo að tölurnar gefa ekki rétta mynd af gangi leiksins en stóra niðurstaðan er það að við töpum leiknum." Sagði Orri Þórðarson þjálfari FH eftir leik
Lestu um leikinn: FH 1 - 5 KR
KR komast í 2-0 á 65 mínútu en FH minnka muninn strax á 68 mínútú í 2-1. Stuttu seinna eða á 76 mínútu skora KR konur 2 mörk með stuttu millibili og leikurinn er svo gott sem búin.
„Við fáum tvö mörk á okkur á sömu mínútunni og þá er þetta orðin erfið staða. En mér fannst reynsla KR-inga ríða baggamuninn þr hafa stelpur sem eru margreyndar og landsliðsmenn sem náðu að gera þetta fyrir þær fannst mér."
FH liðið virðist oft hrynja í síðari hálfleik eða þegar mótlætið verður mikið hvers vegna er það?
i>„Ég held það sé oft þannig með ung lið sérstaklega þegar gengið er búið að vera erfitt þá þarf ekki mikið til að sjálfstraustið detti en mér finnst það aðeins gerast í þessum leik." Sagði Orri að lokum
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir