Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   mið 28. ágúst 2024 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið kvöldsins: Hákon fær tækifæri - Spennandi úrvalsdeildarslagir
Hákon Rafn fær að spreyta sig með Brentford í kvöld.
Hákon Rafn fær að spreyta sig með Brentford í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandro Tonali er í byrjunarliði Newcastle.
Sandro Tonali er í byrjunarliði Newcastle.
Mynd: Getty Images
Sinisterra byrjar á London Stadium.
Sinisterra byrjar á London Stadium.
Mynd: EPA
Podence og Ait-Nouri byrja báðir.
Podence og Ait-Nouri byrja báðir.
Mynd: Getty Images
Það verður spennandi að fylgjast með Mateus Fernandes.
Það verður spennandi að fylgjast með Mateus Fernandes.
Mynd: Southampton
Það eru sjö leikir á dagskrá í enska deildabikarnum í kvöld og koma átta úrvalsdeildarlið við sögu.

Hákon Rafn Valdimarsson er í byrjunarliði Brentford sem heimsækir Colchester United. Þetta er hans fyrsti keppnisleikur fyrir félagið og er búist við þægilegum sigri Brentford í dag, þar sem Colchester leikur í neðstu deild enska deildakerfisins, League Two, og er komið með þrjú stig eftir þrjár fyrstu umferðirnar á nýju tímabili eftir að hafa verið í harðri fallbaráttu á síðustu leiktíð.

Brentford mætir til leiks með sterkt byrjunarlið þar sem má finna leikmenn á borð við Mikkel Damsgaard, Fábio Carvalho og Kevin Schäde. Ivan Toney er ekki með frekar en í síðustu leikjum liðsins þar sem miklar líkur eru á því að hann verði seldur fyrir gluggalok.

West Ham United tekur þá á móti Bournemouth í úrvalsdeildarslag og mæta bæði félög til leiks með sterk byrjunarlið þrátt fyrir að gera mikið af breytingum. Julen Lopetegui og Andoni Iraola, spænskir þjálfarar liðanna, gera í heildina 15 breytingar frá helginni.

Nottingham Forest og Newcastle United eigast einnig við í áhugaverðum úrvalsdeildarslag, þar sem Nuno Espirito Santo gerir tíu breytingar á byrjunarliði Forest sem vann útileik gegn Southampton um helgina. Á sama tíma gerir Howe sex breytingar á byrjunarliði Newcastle.

Wolves tekur þá á móti Burnley í spennandi slag á meðan úrvalsdeildarnýliðar Ipswich og Southampton heimsækja Wimbledon og Cardiff.

Colchester: Macey, Hunt, Goodliffe, Iandolo, Woodyard, Read, Anderson, Donnelly, Oni, Hopper, Ihionvien

Brentford: Hákon Rafn, Trevitt, Van den Berg, Mee, Janelt, Yarmoliuk, Onyeka, Damsgaard, Carvalho, Schade, Lewis-Potter
Varamenn: Cox, Jensen, Wissa, Collins, Peart-Harris, Konak, Rasmussen, Kim, Morgan



West Ham: Fabianski, Wan-Bissaka, Todibo, Kilman, Cresswell, Alvarez, Bowen, Ward-Prowse, Soucek, Summerville, Fullkrug
Varamenn: Foderingham, Coufal, Mavropanos, Emerson, Rodriguez, Paqueta, Guilherme, Kudus, Antonio

Bournemouth: Neto, Smith, Huijsen, Senesi, Hill, Scott, Christie, Ouattara, Tavernier, Sinisterra, Jebbison
Varamenn: Travers, Dennis, Kerkez, Cook, Evanilson, Kluivert, Semenyo, Zabarnyi, Araujo



Nott. Forest: Miguel, Abbott, Boly, Omobamidele, Sosa, Moreno, Jota Silva, Dominguez, Moreira, Anderson, Awoniyi
Varamenn: Elanga, Hudson-Odoi, Milenkovic, Perry, Sangare, Toffolo, Turner, Williams, Wood

Newcastle: Pope, Trippier, Krafth, Burn, Hall, Willock, Tonali, Joelinton, Barnes, Almiron, Isak
Varamenn: Gordon, Guimaraes, Kelly, Livramento, Longstaff, Murphy, Osula, Ruddy, Targett



Wolves: Bentley, Lima, Bueno, Dawson, Ait Nouri, B.Traore, Doyle, Podence, Sarabia, Chiquinho, Guedes
Varamenn: King, Doherty, Lemina, Larsen, Hwang, R. Gomes, Toti, Bellegarde, Rawlings

Burnley: Hladky, Sambo, McNally, Worrall, Egan-Riley, Humphreys, Massengo, Brownhill, Hannibal, Rodriguez, Hountondji
Varamenn: Green, Esteve, Roberts, Foster, Silva, Hugill, McDermott, Masara, Westley



Wimbledon: Goodman, Johnson, Lewis, Ogundere, Biler, Maycock, Reeves, Ball, Tilley, Stevens, Bugiel

Ipswich: Walton, Johnson, O'Shea, Burgess, Townsend, Ogbene, Phillips, Cajuste, Clarke, Chaplin, Al-Hamadi
Varamenn: Slicker, Tuanzebe, Woolfenden, Davis, Luongo, Taylor, Harness, Hutchinson, Delap



Cardiff: Alnwick, Conte, Gbadehan, Kpakio, Ashford, Bagan, Colwill, Fagan-Walcott, Goutas, Reindorf, Rinomhota

Southampton: Lumley, Bree, Dibling, Edwards, Taylor, Ugochukwu, Wood, Fernandes, Edozie, Archer, Amo-Ameyaw
Varamenn: Akachukwu, Bella-Kotchap, Lallana, Larios, Manning, McCarthy, Moore, Whitmarsh, Robinson
Athugasemdir
banner
banner