Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   mið 28. ágúst 2024 13:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristian glímt við meiðsli - Hareide ræddi við Ajax
Tveir sem eru að koma til baka eftir meiðsli
Icelandair
Kristian í landsleiknum gegn Hollandi í sumar.
Kristian í landsleiknum gegn Hollandi í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristian Nökkvi Hlynsson er ekki í leikmannahópnum fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni. Það er vegna meiðsla. 24 leikmenn eru í hópnum fyrir leikina gegn Svartfjallalandi og Tyrklandi.

Age Hareide, þjálfari landsliðsins, ræddi um Kristian á fréttamannafundi í dag og nefndi einnig að tveir aðrir leikmenn hafi einnig verið að glíma við meiðsli.

„Kristian hefur glímt við smávægileg vöðvameiðsli, meiðsli sem hafa plagað hann í smá tíma. Ég ræddi við Ajax í gær um Kristian og ég held það besta í stöðunni sé að hann fái tíma til að ná sér af meiðslunum."

„Hann gæti verið í hópnum hjá Ajax um helgina, en ég held það sé betra fyrir hann að ná sér af þessum meiðslum frekar en að ég sé að velja hann í hópinn þegar hann er ekki 100%."

„Valgeir Lunddal Friðriksson hefur verið meiddur, en hann er að snúa til baka. Þetta eru fyrsta stigs vöðvameiðsli, svo hann ætti að vera í lagi."

„Victor Pálsson hefur einnig glímt við vöðvameiðsli, en hann mun örugglega spila með Plymouth um helgina,"
segir Hareide.
Athugasemdir
banner