Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   mið 28. ágúst 2024 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu styrkleikaflokkana fyrir deildarkeppni Meistaradeildarinnar
Mynd: Football Rankings
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Nú hafa öll 36 liðin sem munu taka þátt í Meistaradeild Evrópu í haust og vetur tryggt sér þátttökurétt í keppninni.

Þau munu mynda eina 36-liða deild þar sem hvert lið spilar fjóra heimaleiki og fjóra útileiki.

Hvert lið spilar við tvo andstæðinga úr hverjum styrkleikaflokki og munu 8 efstu liðin tryggja sér þátttökurétt í 16-liða úrslitum.

Liðin sem enda í 9-24. sæti munu eigast við í umspilsleikjum um sæti í 16-liða úrslitunum.

Þau félög sem enda neðar heldur en í 24. sæti eru dottin úr leik í Evrópu. Það er ekkert lið sem fær tækifæri til að spila í Evrópudeildinni eins og var hægt áður.

Styrkleikaflokkarnir fyrir deildarkeppnina eru áhugaverðir og byggja á árangri liða í Evrópukeppnum á undanförnum árum.

Sterkustu lið Evrópu eru flest í fyrsta styrkleikaflokki en í öðrum styrkleikaflokki má finna félög á borð við Arsenal, Bayer Leverkusen, Atlético Madrid og Juventus, ásamt smærri spámönnum eins og Club Brugge og Shakhtar Donetsk.

Aston Villa er í fjórða styrkleikaflokki, einum flokki fyrir neðan Hákon Arnar Haraldsson og félaga í Lille.

Styrkleikaflokkur 1:
Manchester City
FC Bayern
Real Madrid
Paris Saint-Germain
Liverpool
Inter
Borussia Dortmund
RB Leipzig
Barcelona

Styrkleikaflokkur 2:
Bayer Leverkusen
Atlético Madrid
Atalanta
Juventus
Benfica
Arsenal
Club Brugge
Shakhtar Donetsk
AC Milan

Styrkleikaflokkur 3:
Feyenoord
Sporting CP
PSV Eindhoven
Dinamo Zagreb
RB Salzburg
Lille
Crvena zvezda
Young Boys
Celtic

Styrkleikaflokkur 4:
Slovan Bratislava
AS Monako
Sparta Prag
Aston Villa
Bologna
Girona
Stuttgart
Sturm Graz
Brest
Athugasemdir
banner
banner
banner