Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   mið 28. ágúst 2024 10:02
Innkastið
„Þetta er svakalegt klúður hjá Gumma“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA vann 2-1 útisigur gegn Fram í Bestu deildinni á sunnudag en sigurmarkið kom í bálok leiksins.

Í stöðunni 1-1 í fyrri hálfleik hefði Guðmundur Magnússon átt að koma Fram yfir en hann fór þá illa með sannkallað dauðafæri.

Guðmundur fór framhjá markverði KA og ætlaði að leggja boltann í opið markið en þá kom Hans Viktor Guðmundsson, sem skoraði sjálfsmark fyrr í leiknum, á fleygiferð og náði að hreinsa boltann burt af línunni.

Lestu um leikinn: Fram 1 -  2 KA

„Þetta er svakalegt klúður hjá Gumma. Markið er opið og hann ætlar bara að rúlla boltanum inn, hann sér kannski ekki Hans. En Hans vann upp sjálfsmarkið þarna," sagði Haraldur Örn Haraldsson, fréttamaður Fótbolta.net, þegar rætt var um leikinn í Innkastinu.

„Hans Viktor gerir þetta mjög vel, en Gummi kláraðu þetta!" sagði Valur Gunnarsson en færið má sjá hér að neðan.

Hér má svo sjá sigurmarkið sem Dagur Ingi Valsson skoraði:

Innkastið - Blikar mættir á toppinn og spenna á öllum vígstöðvum
Athugasemdir
banner
banner
banner