Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 30. maí 2020 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Adam Benediktsson (IFK Gautaborg)
Mynd: Marco Rimola
Atli Guðnason.
Atli Guðnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Helgi Benediktsson.
Viktor Helgi Benediktsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hörður Ingi Gunnarsson.
Hörður Ingi Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir Valgeirsson.
Valgeir Valgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Adam Ingi Benediktsson skipti úr FH yfir í HK í mars árið 2017. Tveimur árum síðar var hann svo keyptur til IFK Gautaborg í Svíþjóð.

Adam er markvörður sem hefur leikið fjóra leiki fyrir yngri landslið Íslands. Adam sýnir í dag á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Adam Ingi Benediktsson

Gælunafn: Dammi

Aldur: 17

Hjúskaparstaða: Einhleypur

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Á ennþá eftir að fá fyrsta Mfl leikinn

Uppáhalds drykkur: Malt & Appelsín

Uppáhalds matsölustaður: Local í Hafnarfirði

Hvernig bíl áttu: Ég á kort í sporvagninn

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Sons of Anarchy

Uppáhalds tónlistarmaður: G-Eazy, er með plöturnar hans á repeat

Fyndnasti Íslendingurinn: Steindi Jr

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: 2x Mars & banani

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “Hello, you shall train with the first team tomorrow.”

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Haukum

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Framherji U-18 Torino, Sylla Youssuf

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Ef væri ekki fyrir Arnar Hallsson þá væri ég líklega ekki markmaður í dag, án Hjörvars Hafliða væri ég örugglega í B-liði HK og Stefan Remnér (IFK) er líklega sá besti.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Danijel Djuric, Breiðablik

Sætasti sigurinn: Að vinna Torino í vító í Borgario Tornese keppninni

Mestu vonbrigðin: Tapa á móti CD Inter Vista Alegre í 8-liða úrslitum á Gothia cup

Uppáhalds lið í enska: Liverpool FC

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr íslensku liði í þitt lið: Hörður Ingi Gunnarsson, ÍA. Því hann er ekki bara frábær leikmaður heldur líka besti vinur bróður míns.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Valgeir Valgeirsson

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Gunnleifur Gunnleifsson

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Svanhildur Dagbjartsdóttir

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Pabbi leyfir ekkert annað en Gianluigi Buffon, Juventus

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: William Sandford

Uppáhalds staður á Íslandi: Kórinn var basically mitt seinna heimili og ég var þar meira heldur en heima hjá mér.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Í leik með HK sem var að vinnast stórt þá nennti ég ekki að að hafa mýflugurnar í andlitinu svo ég sat á marklínunni stóran hluta af síðari hálfleik.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Athuga hvort ég hafi fengið svar við skilaboðunum sem ég sendi á Tom Brady áður en ég loka augunum.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já, fylgist smá með flest öllum íþróttum, mest samt með NFL.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Mercurial Superfly 7 Elite

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Íslenskan var ekki í uppáhaldi.

Vandræðalegasta augnablik: Í 5. flokki þegar ég gleymdi fótboltaskónum heima og þurfti að hita upp og byrja leik í blýþungum Timberland skóm.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Viktor Helgi Benediktsson því hann er nú bróðir minn eftir allt saman, Eiður Atli Rúnarsson til að halda góða kvöldvöku, Atli Guðnason til að hafa almenna reynslu og gáfur á eyjunni.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég kem frá smábænum Grundarfirði

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Giannis Anestis (aðalmarkvörður IFK). Hann er svakalega professional og mikill keppnismaður en afslappaður utan vallar og ég hef lært mikið af honum.

Hverju laugstu síðast: “Ég kláraði ekki kökuna!”

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur:
Ef ég fer ekki á morgunæfingu kl. 8:00, þá tek ég einhvers konar aukaæfingu. Alla daga mæti ég á milli 12 og 14 upp á æfingasvæði IFK og er þar til ca 19:00. Ef ekki væri fyrir Covid þá væri líka alltaf leikur um helgar. Þegar ég er ekki á æfingu þá er ég í tölvunni, að læra eða bara með fjölskyldunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner