Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   lau 08. apríl 2017 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho: Chicharito væri kominn með 20 mörk fyrir okkur
Chicharito er mikill markaskorari.
Chicharito er mikill markaskorari.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, segir að sóknarmaðurinn Javier Hernandez, einnig þekktur undir nafninu Chicharito, væri kominn með 20 mörk á tímabilinu ef hann væri ennþá hjá United.

Man Utd er ósigrað í 20 leikjum í ensku úrvalsdeildinni, en helmingurinn af þeim leikjum hafa verið jafntefli. Liðið hefur aðeins skorað 43 mörk í deildinni, sem er minna en öll hin liðin í efstu sjö.

Mourinho hefur áður sagt að hann hefði ekki selt Chicharito ef hann hefði verið stjórnvölin, en forveri hans, Louis van Gaal, seldi sóknarmanninn til Bayer Leverkusen fyrir klink.

„Við erum með nokkra leikmenn sem eru ekki leikmenn sem elska ekki beint markið. Þetta eru góðir leikmenn, þeir eru skapandi leikmenn, en þeir eru ekki drápsmenn fyrir framan markið," sagði Mourinho á blaðamannafundi.

„Ég skal gefa ykkur einfalt dæmi. Hvernig við spilum á Old Trafford, hvernig við yfirspilum andstæðinginn og spilum í vítateignum hjá þeim, þá held ég að Chicharito væri auðveldlega kominn með 20 mörk. Jafnvel ef hann kæmi af bekknum síðustu 10, 20 mínúturnar, hann væri með 20 mörk."

Sjá einnig:
Mourinho: Ég hefði aldrei selt Di Maria og Chicharito
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner