Kristján Ómar Björnsson var óvenju jákvæður þrátt fyrir 3-1 tap á heimavelli gegn ÍA í 14. umferð Inkasso-deildarinnar.
„Spilamennskan var á mörgu leyti góð, sterk frammistaða, karakterslega voru hlutir í lagi sem hafa ekki verið í lagi í síðustu leikjum sem útskýrir að mörgu leyti taphrinuna."
„Spilamennskan var á mörgu leyti góð, sterk frammistaða, karakterslega voru hlutir í lagi sem hafa ekki verið í lagi í síðustu leikjum sem útskýrir að mörgu leyti taphrinuna."
Lestu um leikinn: Haukar 1 - 3 ÍA
„Í dag vorum við einfaldlega að mæta liði sem er sterkari en við á mjög mörgum vígstöðum og eru gríðarlega öflugir. Við vorum á löngum köflum að loka á mjög margt sem þeir voru að gera. Þeir eru erfiðir við að eiga en ég er mjög sáttur með mína menn og hjartað og vinnuna sem þeir lögðu í þetta."
Aron Freyr Róbertsson gekk í raðir Hauka frá Keflavík í gærkvöldi, hann byrjaði inn á hjá Haukum og gerði sér lítið fyrir og kom Haukum yfir strax í upphafi leiks.
„Liðið er á smá tímamótum, við erum að missa leikmenn og fá leikmenn inn og þeir koma strax sterkt inn í dag. Ég þarf örlítið að púsla liðinu upp á nýtt. Miðað við þetta í dag er ég bjartsýnn á framhaldið. Við eigum bara eftir að verða betur samstilltari."
Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir