Breiðablik kafsigldi Stjörnunni á heimavelli í Garðabænum í kvöld 6-1 í opnunarleik tímabilsins í pepsi deild kvenna .Harpa Þorsteinsdóttir skoraði seinna mark liðsins en var ekki sátt með frammistöðuna eftir leik.
Lestu um leikinn: Stjarnan 2 - 6 Breiðablik
"Það er alveg óhætt að segja það þetta var bara alls ekki byrjuninn sem að við vildum og ég man bara ekki eftir því að hafa upplifað svona stemmingu í þessum búning" Sagði Harpa vonsvikinn eftir leik
Stjarnan virtist ekki ná neinum takti við leikinn og áttu í erfiðleikum að byggja upp spil og vantaði þennan Stjörnukarakter sem hefur verið undanfarinn ár.
"Við vorum bara í engu "synci" og vorum bara greinilega ekki nógu tilbúnar undir baráttu sem var á vellinum í dag sem er bara ekki það sem við viljum standa fyrir"
"Ég var búinn að leggja upp með að skora í þessum leik en að gera það í stöðunni 6-1 var eitthvað sem ég sá ekki fyrir mér þannig ég var ekkert sérstaklega ánægð á þeim tímapunkti"
Harpa skoraði seinna mark Stjörnunar í leiknum og er kominn á blað í Pepsi deildinni. En þurfa Stjörnu stelpur ekki að spila betur ef ekki á illa fara í sumar?
"Við verðum að gera það annars erum vð bara ekkert með í þessu móti á þann hátt sem við viljum og við verðum bara taka okkur saman í andlitinu og mæta dýrvitlausar á Hlíðarenda í næstu viku" Stjarnan á næst stórleik við Val á Hlíðarenda
Athugasemdir























