Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
   fös 05. ágúst 2016 13:30
Arnar Daði Arnarsson
Laugardalsvellinum
Gummi Hreiðars: Markmenn vilja alltaf æfa meira en aðrir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Hreiðarsson verður áfram markmannsþjálfari íslenska karlalandsliðsins. Þetta var tilkynnt á fréttamannafundi nú rétt í þessu.

Á sama tíma tilkynnti Gummi Hreiðars. frá verkefni sem hann er að fara hrinda á stað sem tengist markmönnum á Íslandi.

Við tókum ítarlegt viðtal við Gumma, um EM, verkefnið sem Gummi er að fara í og að lokum spurðum við hann út í stöðu markmanna í Pepsi-deildinni hér heima.

„Maður er búinn að ná sér niður en þetta er alltaf í bakinu á manni. Það er sæluhrollur og skemmtileg tilfinning að hafa tekið þátt í þessu. Maður var hálf loftlaus eftir að maður kom heim en núna er maður kominn á fullt aftur og hlakka til nýs verkefnis."

„Maður kom kannski ekki að mikilli vinnu fyrir mótið. Hann var í sínu félagsliði en við vorum nánast saman hvern einasta dag í fimm vikur. Við æfðum á hverjum einasta degi fyrir utan tvo daga. Gríðarlega mikið æfingamagn og Hannes var í flottu standi ásamt Ingvari og Ögmundi. Þeir þrír gerðu það að verkum að Hannes átti gott mót," sagði Gummi sem segir að markmenn íslenska landsliðsins hafi æft mikið á meðan EM stóð. Hann segist einnig vera stoltur af framlagi þeirra Ingvars og Ögmundar sem komu ekki við sögu á mótinu.

„Markmenn vilja alltaf æfa meira en aðrir. Þeir æfðu mjög mikið og í rauninni er erfitt fyrir hina tvo að halda fókus alla þessar fimm vikur vitandi það að þeir væru númer 2 og 3 og eru hugsanlega ekkert að fara spila nema eitthvað gerist. Ég er roslega stoltur fyrir þeirra framlag og hvernig þeir lögðu sig fram. Ingvar og Ögmundur voru frábærir og sýndu mikinn karakter og eru hreinræktaðir atvinumenn í faginu."

Hugmynd Guðmundar að verkefninu sem hann er að fara í, kviknaði fyrir fjórum árum þegar hann var á UEFA námskeiði með Frode Grodås markmannsþjálfara norska landsliðsins.

„Hann sagði mér frá hugmynd sem þeir voru að hrinda af stað. Hugmyndin er sú að kortleggja og reyna að greina hvar eru góðir markmenn og hvar er verið að vinna hjá félögunum," sagði Gummi og tekur það fram að þeir séu ekki að fara taka framfyrir hendur markmannsþjálfara félaganna. Um helgarnámskeið sé að ræða á þriggja mánaðafresti og hefst í nóvember.

„Þar langar okkur að bjóða bæði þjálfurum og markmannsþjálfurum í efstu deild bæði í karla og kvenna að senda til okkar tvo markmenn. Þar greinum við markmennina á okkar hátt og í samráði við markmannsþjálfara í hverju félagi reynum við að móta ákveðna stefnu hvernig við getum gert markmanninn betri."

„Við munum taka hvern markmann upp á myndband og benda á kosti og galla og síðan munum við ákveða í sameiningu hvernig við getum tekið markmanninn áfram og hvað getum við gert til að gera hann betri. Síðan munum við sjá hvar við erum staddir þremur mánuðum seinna. Við erum að tala um 44 markmenn og ég er sannfærður um það að ef við náum að gera alla þessa markmenn örlítið betri þá erum við að ná árangri. Mælikvarðinn er síðan að sjálfsögðu Pepsi-deildin að ári," sagði Guðmundur sem að lokum ræddi um stöðu markmanna í Pepsi-deild karla.

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner