Erlingur Agnarsson fór á hamförum þegart hann skoraði þrennu í 5-1 sigri á Val í síðasta leik tímabilsins í Bestu deild karla.
„Ég held að það sé alveg óhætt að segja það, þetta var ógeðslega ljúft. Mjög mikilvægt að enda á góðum sigri bara fyrir stuðningsmenn og þú veist bara gera daginn góðan skiluru, það er geggjað."
Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 - 1 Valur
„Ég held að það sé bara gríðarlega mikilvægt líka bara upp á byrjunina á næsta tímabili og eins og ég segi það hefði verið leiðinlegt að tapa þessum leik og það hefði svona smá skemmt daginn en þetta er bara geggjað."
„Ég var bara búin að skora þrjú mörk á tímabilinu hingað til þannig ég skuldaði heldur betur og gott að laga þetta stats aðeins í lokin."
Viðtalið við Erling Agnarsson má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir