Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   mán 11. júní 2018 08:45
Magnús Már Einarsson
Hannes: Beið með að sparka af fullum krafti
5 dagar í Ísland-Argentína
Icelandair
Hannes á æfingu í Rússlandi.
Hannes á æfingu í Rússlandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson segist vera 100% klár í slaginn fyrir leikinn gegn Argentínu á laugardaginn. Hannes meiddist á nára í leik með Randers undir lok síðasta mánaðar en hann sneri aftur í vináttuleiknum gegn Gana á fimmtudaginn.

„Ég komst 100% í gegnum hann. Það var test á nárann í þessum leik. Ég sparkaði ekki af fullum kraft þar, ég ákvað að bíða með það þangað til hér í Rússlandi. Ég fann ekki neitt á æfingunni í gær og ég er í góðum málum," sagði Hannes fyrir æfingu landsliðsins í dag.

Guðmundur Hreiðarsson, markmannsþjálfari íslenska landsliðsins, sagði eftir æfingu í gær að það hefði verið eins og markmennirnir væru með bakpoka með einhverjum steinum í byrjun á æfingu í gær. Hannes ræddi við markmannshópinn í kjölfarið og léttara var yfir mönnum eftir það.

„Þetta var svolítið þrúgandi andrúmsloft og það hefur aðeins vantað léttleikann á markmannsæfingarnar upp á síðkastið. Ég veit ekki hvort það sé eitthvað stress í mönnum eða hvað. Ég sagði nokkur orð og það var ágætt. Núna eru menn brosandi og það er stemning í mannskapnum. Það er það sem þarf til að menn nái sínu besta fram."

„Markmannsæfingar geta verið það skemmtilegasta sem maður gerir, ég tala nú ekki um við svona aðstæður. Maður á að njóta þess og ekki taka hlutunum of alvarlega. Við eigum að standa saman í því sem við erum að gera og reyna að skapa smá stemningu á æfingu. Ég hef átt í mjög góðu sambandi við markmenn liðsins hingað til og það verður þannig líka núna. Þetta eru allt toppmenn og okkur líkar vel við hvern annan."


Hannes segist finna fyrir þvi að Rúnar Alex Rúnarsson og Frederik Schram eru að setja pressu á markmannsstöðuna.

„Þeir eru báðir frábærir markmenn sem hafa ýmislegt sem að mig hefur kannski skort í mínum stíl. Við erum ólíkir. Maður finnur að það er pressa og samkeppni. Rúnar Alex er búinn að standa sig frábærlega með Nordsjælland sem er miklu ofar en við í dönsku deildinni. Maður finnur að hann er hungraður og Frederik er það líka."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner