Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mán 11. júní 2018 08:45
Magnús Már Einarsson
Hannes: Beið með að sparka af fullum krafti
5 dagar í Ísland-Argentína
Icelandair
Hannes á æfingu í Rússlandi.
Hannes á æfingu í Rússlandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson segist vera 100% klár í slaginn fyrir leikinn gegn Argentínu á laugardaginn. Hannes meiddist á nára í leik með Randers undir lok síðasta mánaðar en hann sneri aftur í vináttuleiknum gegn Gana á fimmtudaginn.

„Ég komst 100% í gegnum hann. Það var test á nárann í þessum leik. Ég sparkaði ekki af fullum kraft þar, ég ákvað að bíða með það þangað til hér í Rússlandi. Ég fann ekki neitt á æfingunni í gær og ég er í góðum málum," sagði Hannes fyrir æfingu landsliðsins í dag.

Guðmundur Hreiðarsson, markmannsþjálfari íslenska landsliðsins, sagði eftir æfingu í gær að það hefði verið eins og markmennirnir væru með bakpoka með einhverjum steinum í byrjun á æfingu í gær. Hannes ræddi við markmannshópinn í kjölfarið og léttara var yfir mönnum eftir það.

„Þetta var svolítið þrúgandi andrúmsloft og það hefur aðeins vantað léttleikann á markmannsæfingarnar upp á síðkastið. Ég veit ekki hvort það sé eitthvað stress í mönnum eða hvað. Ég sagði nokkur orð og það var ágætt. Núna eru menn brosandi og það er stemning í mannskapnum. Það er það sem þarf til að menn nái sínu besta fram."

„Markmannsæfingar geta verið það skemmtilegasta sem maður gerir, ég tala nú ekki um við svona aðstæður. Maður á að njóta þess og ekki taka hlutunum of alvarlega. Við eigum að standa saman í því sem við erum að gera og reyna að skapa smá stemningu á æfingu. Ég hef átt í mjög góðu sambandi við markmenn liðsins hingað til og það verður þannig líka núna. Þetta eru allt toppmenn og okkur líkar vel við hvern annan."


Hannes segist finna fyrir þvi að Rúnar Alex Rúnarsson og Frederik Schram eru að setja pressu á markmannsstöðuna.

„Þeir eru báðir frábærir markmenn sem hafa ýmislegt sem að mig hefur kannski skort í mínum stíl. Við erum ólíkir. Maður finnur að það er pressa og samkeppni. Rúnar Alex er búinn að standa sig frábærlega með Nordsjælland sem er miklu ofar en við í dönsku deildinni. Maður finnur að hann er hungraður og Frederik er það líka."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner