Man Utd gæti gert tilboð í Berge - Arsenal hefur enn áhuga á Osimhen - Tottenham hefur áhuga á Solanke
   fim 11. júlí 2024 17:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ægir Jarl til AB (Staðfest)
Ægir með vini sínum Axel Óskari.
Ægir með vini sínum Axel Óskari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR opinberaði rétt í þessu að Ægir Jarl Jónasson væri búinn að skrifa undir samning við AB í Danmörku og væri því búinn að kveðja KR. Ægir skrifar undir tveggja ára samning við Kaupmannahafnarfélagið.

Ægir var á sínu sjötta tímabili hjá KR, kom frá uppeldisfélaginu Fjölni fyrir tímabilið 2019. Hann varð Íslandsmeistari með liðinu á sínu fyrsta tímabili. Alls skoraði hann 35 mörk í 167 leikjum fyrir KR.

Ægir er 26 ára miðjumaður sem lék á sínum tíma 15 leiki fyrir yngri landsliðin. Hann verður í treyju númer 14 hjá AB.

„Við þökkum Ægi fyrir hans framlag til KR um leið og við óskum honum og fjölskyldu hans góðs gengis í Danmörku," segir í tilkynningu KR.

AB spilar í dönsku C-deildinni. Þjálfari liðsins er Jóhannes Karl Guðjónsson og Águst Eðvald Hlynsson er leikmaður liðsins.

„Ægir hefur sannað sig yfir langan tíma á háu getustigi og við erum ótrúlega heppnir að hann valdi AB. Hann er öflugur í báðum vítateigum, býr yfir líkamlegum styrk sem er mikilvægur í okkar leikstíl," sagði Jói Kalli í tilkynningu AB.

„Við vildum fá inn leikmann í sumar sem væri öflugur milli teiganna og getur komið með mörk af miðsvæðinu. Ægir styrkir liðið okkar mikið með sýnum eiginleikum og bætir við reynslu og öflugu hugarfari inn í klefann okkar," sagði Jen Chang sem er yfirmaður fótboltamála hjá AB.
Athugasemdir
banner
banner