Rodrygo orðaður við Liverpool - Mörg félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro - Dortmund hefur áhuga á Greenwood
   fös 12. apríl 2024 16:00
Elvar Geir Magnússon
Man City gæti reynt við Paqueta ef málið verður látið niður falla
Paqueta ku vilja yfirgefa West Ham.
Paqueta ku vilja yfirgefa West Ham.
Mynd: Getty Images
Lucas Paqueta miðjumaður West Ham er sagður vilja yfirgefa félagið í sumar en Manchester City hefur sýnt honum áhuga.

Paqueta er hinsvegar undir rannsókn hjá enska fótboltasambandinu þar sem hann er sakaður um brot á veðmálareglum. Ef málið verður látið niður falla fyrir gluggalok í sumar gæti City reynt að fá hann.

Guardian segir Paqueta vera með 85 milljóna punda riftunarákvæði í samningi sínum sem verður virkt í júní. Brasilíumaðurinn hefur verið í tvö ár hjá Hömrunum.

Enska sambandið hefur ekkert viljað tjá sig um tímaramma rannsóknarinnar en sagt að niðurstöðu sé að vænta. Paqueta hefur haldið fram sakleysi sínu.

Breytingar gætu orðið á miðsvæði City í sumar. Lið í Sádi-Arabíu vilja fá Kevin De Bruyne og síðustu ár hafa Barcelona og Paris Saint-Germain sýnt Bernardo Silva áhuga.

Paqueta hefur að mestu verið notaður sem sóknarmiðjumaður eða á vinstri vængnum en þessi 26 ára leikmaður getur vel spilað aftar á miðsvæðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner