Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fim 25. júlí 2024 13:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fram sækir tvo öfluga leikmenn (Staðfest)
Dominique.
Dominique.
Mynd: Getty Images
Mynd: Fram
Þær Dominique Bond-Flasza og Alia Skinner eru mættar í Fram og taka slaginn með liðinu út tímabilið.

Alia er markvörður og Dominique er varnarmaður sem er í landsliði Jamaíku Hún er 27 ára og þekkir hún vel til á Íslandi því hún lék undir stjórn þjálfara Fram, Óskars Smára Haraldssonar, tímabilið 2021 og svo með Grindavík í Lengjudeildinni 2021.

Fram er í 6. sæti Lengjudeildarinnar og á leik gegn ÍA í kvöld. Dominique er komin með leikheimild fyrir leikinn en ekki Alia.

Úr tilkynningur Fram:
„Ég er ánægður með þá sterku viðbót sem Dominique Bond Flazsa og Alia Skinner eru. Dominique spilaði fyrir okkur Guðna í Tindastól 2021 og var í Grindavík í fyrra svo hún þekkir íslensku deildirnar vel. Hún er reynslumikill varnarmaður, hefur spilað með landsliði Jamaika á stóra sviðinu á HM og var að klára tímabil í frakklandi með Nice. Dom eins og hún er kölluð mun hjálpa okkur mikið á lokakafla deildarinnar."

„Alia er öflugur markmaður sem ég bind einnig miklar vonir við. Hún kemur úr mjög öflugum skóla í bandaríkjunum og samdi í framhaldinu við Brommapojkarna í efstu deild í Svíþjóð. Kraftmikill markmaður, mikill karakter og ég er mjög spenntur að sjá hana spila fyrir okkur."

„Framhaldið leggst mjög vel í mig. Stelpurnar sem eru á leið í skóla fara hægt og rólega að týnast út og því mikilvægt að við undirbúum okkur vel fyrir það. Þórdís Embla hefur nú þegar snúið aftur til Víkings og Lili Berg er sömuleiðis horfin á braut. Við þökkum þeim kærlega fyrir þeirra framlag í sumar. Telma Steindórs,Eyrún Vala, Karítas og Þyrí fara allar núna á næstu dögum og því stór skörð sem þarf að fylla. Dom og Alia hjálpa til þar. Sara Svanhildur er byrjuð að æfa á fullu sem eru virkilega góðar fréttir, hún er mjög öflugur leikmaður sem mun koma með aðeins öðruvísi vídd í sóknarleikinn okkar. Það er von á fleiri fréttum á næstu dögum."

„Stemningin í hópnum er mjög góð og stelpurnar allar staðráðnar í að klára tímabilið með stæl. Við förum ágætlega af stað í seinni umferðina. Það er hörku leikur í kvöld gegn góðu liði ÍA á lambhagavellinum okkar sem ég hvet alla Framara til að mæta á. Það er frítt inn í boði Raflax og það verður vonandi rífandi stemning í dalnum," segir Óskar Smári.
Lengjudeild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    FHL 18 13 1 4 62 - 35 +27 40
2.    Fram 18 10 4 4 42 - 24 +18 34
3.    Grótta 18 10 4 4 28 - 23 +5 34
4.    HK 18 9 3 6 42 - 29 +13 30
5.    ÍA 18 8 2 8 27 - 31 -4 26
6.    ÍBV 18 8 1 9 29 - 32 -3 25
7.    Afturelding 18 6 4 8 24 - 30 -6 22
8.    Grindavík 18 6 3 9 24 - 26 -2 21
9.    Selfoss 18 3 6 9 18 - 29 -11 15
10.    ÍR 18 2 2 14 18 - 55 -37 8
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner