Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   fim 25. júlí 2024 14:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sesko útskýrir af hverju hann hafnaði stórliðum í sumar
Benjamin Sesko.
Benjamin Sesko.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Benjamin Sesko hefur útskýrt hvers vegna hann valdi að vera áfram hjá RB Leipzig í sumar.

Sesko var orðaður við mörg stórlið áður en hann ákvað að endursemja við Leipzig. Þessi 21 árs leikmaður var sterklega orðaður við Arsenal og þá var einnig talið að Chelsea og Manchester United hefðu áhuga.

Hann segist í nýlegu viðtali við Nogomania að hann sé viss um að hann hafi tekið rétta ákvörðun.

„Ég hugsaði mig mjög vel um en ég tel að ég hafi tekið rétta ákvörðun," segir Sesko.

„Ég vildi fá meiri reynslu, læra meira og ekki flýta mér áfram. Leipzig er frábært félag sem getur hjálpað mér að taka næsta skref."

Sesko segir einnig að Marco Rose, stjóri Leipzig, hafi spilað stórt hlutverk í ákvörðun sinni en þeir eiga gott samband.

Sesko kom til þýska liðsins frá RB Salzburg 2023 og gerði þá fimm ára samning sem innihélt 55 milljóna punda riftunarákvæði. Þessi hávaxni leikmaður skoraði 14 mörk í 31 leik á fyrsta tímabili og hefur nú gert samning til 2029. Það er þó talið afar líklegt að hann muni taka stærra skref áður en sá samningur endar.
Athugasemdir
banner
banner
banner