Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fös 26. júlí 2024 10:18
Elvar Geir Magnússon
„Það verður allt í góðu þegar Enzo kemur aftur“
Enzo Fernandez í leik með Argentínu á Copa America.
Enzo Fernandez í leik með Argentínu á Copa America.
Mynd: EPA
Noni Madueke.
Noni Madueke.
Mynd: Getty Images
Noni Madueke leikmaður Chelsea segir að allt verði í góðu lagi þegar Enzo Fernandez kemur aftur inn í leikmannahóp félagsins á mánudaginn.

Enzo og félagar í argentínska landsliðinu sungu um svarta leikmenn franska landsliðsins en söngurinn inniheldur 'rasisma' og 'mismunun' . Wesley Fofana, liðsfélagi Enzo hjá Chelsea, birti skjáskot af myndbandinu á Instagram og sagði það kynþáttaníð.

Ensku götublöðin hafa sagt að málið hafi skapað sundrung innan leikmannahóps Chelsea en Madueke segir að allt verði í góðu lagi, málið verði leyst innanbúðar.

Enzo Fernandez hefur beðið liðsfélaga sína afsökunar en sex í leikmannahópi Chelsea eru Frakkar af afrískum uppruna. FIFA er með sönginn til rannsóknar.

„Þetta er eitthvað sem við höldum innan leikmannahópsins. Enzo kemur til baka inn í liðið og allt verður í góðu lagi," segir Madueke en þessi ummæli eru í takt við það sem stjóri Chelsea, Enzo Maresca, sagði.

Hann segir að þegar sé búið að klára þetta mál innanbúðar og það verði engin vandamál. Fyrirliðinn Reece James hefur gefið til kynna að hann sé reiðubúinn að vera sérstakur sáttasemjari ef á þarf að halda.
Athugasemdir
banner
banner