Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   fim 25. júlí 2024 17:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ólympíuleikarnir: Eyjakonan skoraði í sigri í fyrsta leik
Cloe Lacasse.
Cloe Lacasse.
Mynd: EPA
Eyjakonan Cloe Lacasse var á skotskónum þegar Kanada vann sigur í fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum í dag.

Kanada mætti Nýja-Sjálandi og jafnaði Cloe metin í 1-1 rétt fyrir leikhlé. Evelyne Vivens, leikmaður Roma, gerði svo sigurmarkið fyrir Kanada í seinni hálfleik.

Cloe raðaði inn mörkunum með ÍBV hér á landi áður en hún skipti yfir til Benfica árið 2019. Hún var einn öflugasti leikmaður efstu deildar kvenna áður en hún fór út. Á þeim tíma sem hún spilaði hérna þá fékk hún íslenskan ríkisborgararétt en hún gat ekki spilað með íslenska landsliðinu þar sem hún uppfyllti ekki kröfur FIFA til þess að spila með Íslandi.

Cloe, sem er í dag leikmaður Arsenal á Englandi, byrjaði að spila með Kanada árið 2022.

Kanada og Nýja-Sjáland eru í A-riðli ásamt Frakklandi og Kólumbíu sem mætast í kvöld. Í C-riðlinum fyrr í dag vann Spánn 2-1 sigur á Japan. Spánverjar, sem eru taldar sigurstranglegastar, lentu undir en komu til baka og unnu góðan sigur.

Núna klukkan 17:00 hófust leikir Þýskalands gegn Ástralíu og Nígeríu gegn Brasilíu. Svo eru tveir síðustu leikir dagsins klukkan 19:00 þegar gestgjafar Frakklands hefja leik gegn Kólumbíu og Bandaríkin mæta Sambíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner