Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fim 25. júlí 2024 17:00
Elvar Geir Magnússon
Miðjumenn á óskalista AC Milan
Johnny Cardoso (til vinstri) er meðal leikmanna sem AC Milan er með á blaði.
Johnny Cardoso (til vinstri) er meðal leikmanna sem AC Milan er með á blaði.
Mynd: EPA
AC Milan gengur brösuglega að ná samkomulagi við Mónakó um kaupverð á Youssouf Fofana en verðmiðinn á honum hækkaði skyndilega þegar sagt var að Atletico Madrid og Manchester United hefðu líka áhuga á honum.

Gazzetta dello Sport segir að AC Milan horfi nú til Johnny Cardoso og Sofyan Amrabat sem varakosti.

Cardoso er 22 ára bandarískur landsliðsmaður sem spilar fyrir Real Betis. Hann er líka með evrópskt vegabréf og það auðveldar hlutina.

Amrabat er kominn aftur eftir lánsdvöl hjá Manchester United en enska félagið vill ekki nýta sér ákvæði um kaup. United er þó sagt til að ræða kaup á lægra verði.
Athugasemdir
banner