Real Madrid setur Alexander-Arnold í forgang - Barella orðaður við mörg félög - Tekur Montella við af Ten Hag? - Liverpool horfir á varnarmann Sevilla
   fim 25. júlí 2024 21:43
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild: Höttur/Huginn skoraði fimm í Garðabæ
Mynd: Höttur/Huginn
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
KFG 2 - 5 Höttur/Huginn
1-0 Dagur Orri Garðarsson ('37 , Mark úr víti)
1-1 Rafael Llop Caballe ('52 )
1-2 Danilo Milenkovic ('62 )
1-3 Martim Fortuna Soares Sequeira Cardoso ('69 )
1-4 Martim Fortuna Soares Sequeira Cardoso ('72 )
2-4 Tómas Orri Almarsson ('85 )
2-5 Heiðar Logi Jónsson ('86 )

KFG tók á móti Hetti/Hugin í eina leik kvöldsins í 2. deild karla og leiddu heimamenn í Garðabæ í leikhlé, eftir að Dagur Orri Garðarson skoraði úr vítaspyrnu.

Gestirnir frá Egilsstöðum svöruðu heldur betur fyrir sig í síðari hálfleik, þar sem Rafael Llop Caballe og Danilo Milenkovic sáu um að snúa stöðunni við áður en Martim Cardoso gerði út um viðureignina með tvennu.

Höttur/Huginn skoraði þar fjögur mörk á 20 mínútna kafla til að sigra leikinn, en Tómas Orri Almarsson átti eftir að minnka muninn fyrir heimamenn áður en Heiðar Logi Jónsson bætti fimmta og síðasta marki gestanna við.

Frábær sigur fyrir Hött/Hugin sem er með fjóra sigra í síðustu fimm deildarleikjum og situr í fimmta sæti deildarinnar, með 21 stig úr 14 umferðum. KFG er í áttunda sæti með 15 stig.
Athugasemdir
banner