Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fös 26. júlí 2024 14:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HK spurðist fyrir um Frederik Schram
Frederik Schram.
Frederik Schram.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
HK er að leita sér að markverði en félagið spurðist nýverið fyrir um Frederik Schram, markvörð Vals. Þetta herma heimildir Vísis.

Beitir Ólafsson hefur æft með HK-ingum í vikunni eftir að Arnar Freyr Ólafsson, aðalmarkvörður HK, sleit hásin gegn Vestra síðasta laugardag.

En félagið hefur líka verið að leita sér að markverði og segir Vísir að HK hafi sent inn fyrirspurn til Vals vegna Frederik.

Frederik hefur verið aðalmarkvörður Vals á tímabilinu en Hlíðarendafélagið samdi nýverið við Ögmund Kristinsson. Hann var á bekknum gegn St. Mirren í forkeppni Sambandsdeildarinnar í gær.

Frederik er á förum frá Val eftir tímabilið þar sem hann verður samningslaus. Ekki náðist samkomulag milli hans og félagsins um nýjan samning. Það er möguleiki að Frederik fari í sumar fyrst Ögmundur er kominn, en óvíst er hvort það verði til HK eða eitthvert annað.

Valur er í þriðja sæti Bestu deildarinnar en HK er sem stendur í tíunda sæti, tveimur stigum frá fallsvæðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner