Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fös 26. júlí 2024 09:11
Elvar Geir Magnússon
Maguire: Gagnrýnin á enska landsliðið fáránleg
Maguire er með Manchester United í æfingaferð í Bandaríkjunum.
Maguire er með Manchester United í æfingaferð í Bandaríkjunum.
Mynd: Getty Images
Harry Maguire, varnarmaður Manchester United, segir að það hafi verið erfitt að kyngja því að missa af EM í Þýskalandi vegna meisla. Hann er nú með United í æfingaferð í Bandaríkjunum.

Annað Evrópumótið í röð tapaði England í úrslitaleik en liðið og þjálfarinn Gareth Southgate fengu ansi harða gagnrýni fyrir spilamennsku sína á mótinu. Gagnrýnin kom frá stuðningsmönnum, fjölmiðlamönnum og sérfræðingum.

„Frammistaðan var kannski ekki stórkostleg en þetta er stutt mót. Hver mistök eru dýrkeyptari og færri áhættur eru teknar. Þú hefur ekki efni á því að gera mistök eða vera refsað fyrir að leggja allt í sóknina. Í gegnum allt mótið var ekki mikið um stóra sigra," segir Maguire.

„Gagnrýnin var ansi fáránleg. Ég veit ekki hvaða kröfur fjölmiðlar eða stuðningsmenn gerðu á liðið. Bjóst fólk við 4-0 sigri gegn Serbíu í fyrsta leik og svo 3-0 gegn Danmörku? Hélt fólk að þetta mót yrði bara gönguferð í garðinum?"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner