Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fös 26. júlí 2024 22:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
2. deild: Þróttur lagði Víking Ó. í Vogunum
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson

Þróttur V. 3-2 Víkingur Ó.
1-0 Eiður Jack Erlingsson ('3 )
1-1 Gary Martin ('33 )
2-1 Hreinn Ingi Örnólfsson ('74 )
3-1 Jóhann Þór Arnarsson ('78 )
3-2 Markaskorara vantar ('93 )


Þróttur Vogum vann glæsilegan sigur á Víkingi Ólafsvík í 14. umferð í 2. deild í kvöld.

Heimamenn komust yfir snemma leiks en þar var Eiður Jack Erlingsson á ferðinni.

Gary Martin jafnaði metin fyrir Víking eftir rúmlega hálftíma leik og þannig var staðan þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Þróttaarar skoruðu tvö mörk með fjögurra mínútna millibili í seinni hálfleik og í uppbótatíma tókst Víkingi að klóra í bakkann en nær komut þeir ekki.

Með sigrinum fer Þróttur í 4. sæti deildarinnar í bili að minnsta kosti en Víkingur er áfram í 2. sæti þremur stigum á eftir toppliði Selfoss.


2. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Selfoss 20 15 2 3 46 - 24 +22 47
2.    Völsungur 20 12 3 5 40 - 24 +16 39
3.    Þróttur V. 20 12 2 6 53 - 31 +22 38
4.    Víkingur Ó. 20 11 5 4 45 - 27 +18 38
5.    KFA 20 10 2 8 46 - 37 +9 32
6.    Haukar 20 8 3 9 35 - 38 -3 27
7.    Höttur/Huginn 20 8 3 9 37 - 45 -8 27
8.    Ægir 20 6 5 9 25 - 31 -6 23
9.    KFG 20 5 5 10 35 - 39 -4 20
10.    Kormákur/Hvöt 20 5 4 11 17 - 36 -19 19
11.    KF 20 5 3 12 23 - 42 -19 18
12.    Reynir S. 20 3 3 14 24 - 52 -28 12
Athugasemdir
banner
banner
banner