Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fös 26. júlí 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Liam Rosenior tekinn við Strasbourg
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Liam Rosenior hefur verið ráðinn sem aðalþjálfari franska félagsins Strasbourg, sem er í eigu sömu aðila og eiga Chelsea.

Rosenior er 40 ára gamall og var rekinn frá Hull City í maí. Hann tekur við af Patrick Vieira sem endaði í 13. sæti frönsku deildarinnar á síðustu leiktíð með Strasbourg.

Rosenior náði sjöunda sæti Championship deildarinnar með Hull en markmið félagsins var að ná umspilssæti og því var hann rekinn.

„Ég er mjög ánægður með þetta tækifæri að taka við frábæru félagi með mikla sögu. Ég get ekki beðið eftir að hefja störf," sagði Rosenior meðal annars.

Rosenior lék í ensku úrvalsdeildinni með Fulham, Reading, Hull og Brighton á ferli sínum sem atvinnumaður í fótbolta.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner