Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fös 26. júlí 2024 23:52
Jóhann Þór Hólmgrímsson
2. deild kvenna: Haukar völtuðu yfir KH og fóru á toppinn
Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir skoraði þrennu
Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir skoraði þrennu
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét

Haukar eru komnir á toppinn í 2. deild kvenna eftir stórsigur á KH.


Það var fjörugur fyrri hálfleikur þegar liðin áttust við á Valsvellinum í kvöld en Haukar náðu fimm marka forystu áður en Hulda Sigrún Orradóttir klóraði í bakkann áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Seinni hálfleikurinn var öllu rólegri í markaskoruninni en Elín BJörg Norðfjörð Símonardóttir skoraði sjötta mark Hauka og þriðja mark sitt sem reyndist vera síðasta mark leiksins.

Völsungur missti toppsætið til Hauka eftir að liðið gerði markalaust jafntefli gegn Fjölni á heimavelli í kvöld en gestirnir voru manni færri eftir að Freyja Aradóttir fékk að líta rauða spjaldið á 67. mínútu.

Völsungur 0 - 0 Fjölnir
Rautt spjald: Freyja Aradóttir , Fjölnir ('67)

KH 1 - 6 Haukar
0-1 Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir ('22 )
0-2 Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir ('31 )
0-3 Halla Þórdís Svansdóttir ('34 )
0-4 Glódís María Gunnarsdóttir ('40 , Mark úr víti)
0-5 Sigrún Ella Einarsdóttir ('45 )
1-5 Hulda Sigrún Orradóttir ('45 )
1-6 Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir ('75 )


2. deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Haukar 12 10 1 1 58 - 18 +40 31
2.    Völsungur 12 9 2 1 44 - 7 +37 29
3.    KR 12 9 2 1 48 - 12 +36 29
4.    Einherji 12 7 2 3 30 - 18 +12 23
5.    ÍH 12 7 1 4 50 - 23 +27 22
6.    Fjölnir 12 6 2 4 35 - 17 +18 20
7.    KH 12 5 1 6 19 - 34 -15 16
8.    Augnablik 12 5 0 7 26 - 37 -11 15
9.    Sindri 12 3 2 7 27 - 57 -30 11
10.    Dalvík/Reynir 12 2 3 7 15 - 45 -30 9
11.    Álftanes 12 2 2 8 25 - 37 -12 8
12.    Vestri 12 2 2 8 11 - 40 -29 8
13.    Smári 12 0 2 10 7 - 50 -43 2
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner