Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fös 26. júlí 2024 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Herdís Halla snýr aftur í Breiðablik (Staðfest)
Herdís Halla Guðbjartsdóttir.
Herdís Halla Guðbjartsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Markvörðurinn efnilegi Herdís Halla Guðbjartsdóttir er komin aftur til Breiðabliks eftir að hafa verið á láni hjá FH fyrri hluta tímabilsins.

Herdís Halla, sem er fædd árið 2007, er einn efnilegasti markvörður landsins en hún hefur núna tvisvar farið á láni til FH.

Hún spilaði í sumar þrjá leiki í Bestu deildinni og einn leik í Mjólkurbikarnum með Fimleikafélaginu. Í fyrra lék hún þrjá leiki í Bestu deildinni.

Hún hefur einnig leikið með Augnabliki á sínum meistaraflokksferli og er komin með mikla reynslu þrátt fyrir ungan aldur.

Núna er hún komin aftur til Breiðabliks og kemur til með að veita Telmu Ívarsdóttur samkeppni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner