Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fim 25. júlí 2024 22:04
Ívan Guðjón Baldursson
Ólympíuleikarnir: Stórþjóðirnar sigruðu
Mynd: Getty Images
Fyrsta umferðin í riðlakeppni fótboltamóts kvenna á Ólympíuleikunum fór fram með sex leikjum í dag.

   25.07.2024 17:13
Ólympíuleikarnir: Eyjakonan skoraði í sigri í fyrsta leik


Það mættu stórþjóðir til leiks í síðustu fjórum leikjum dagsins og unnu þær viðureignir sínar gegn erfiðum andstæðingum.

Goðsögnin Marta lagði eina mark leiksins upp í sigri Brasilíu gegn Nígeríu og þá voru Marina Hegering og Lea Schüller meðal markaskorara í 3-0 sigri Þýskalands gegn Ástralíu.

Mallory Swanson setti þá tvennu í þægilegum sigri Bandaríkjanna gegn Sambíu á meðan Frakkar rétt mörðu Kólumbíu í afar skemmtilegum slag.

Frakkar komust þar í þriggja marka forystu fyrir leikhlé en Kólumbía minnkaði muninn niður í eitt mark á 64. mínútu.

Kólumbía komst þó ekki nær og urðu lokatölur 3-2 fyrir Frakkland.

Þýskaland 3 - 0 Ástralía
1-0 Marina Hegering ('24)
2-0 Lea Schuller ('64)
3-0 Jule Brand ('68)

Nígería 0 - 1 Brasilía
0-1 Gabi Nunes ('37)

Bandaríkin 3 - 0 Sambía
1-0 Trinity Rodman ('17)
2-0 Mallory Swanson ('24)
3-0 Mallory Swanson ('25)
Rautt spjald: P. Zulu, Sambía ('30)

Frakkland 3 - 2 Kólumbía
1-0 M. Katoto ('6)
2-0 K. Dali ('18)
3-0 M. Katoto ('42)
3-1 C. Usme ('54, víti)
3-2 M. Pavi ('64)
Rautt spjald: M. Ramirez, Kólumbía ('85)
Athugasemdir
banner
banner