Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   fim 25. júlí 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Palace kemst að samkomulagi um Ismaila Sarr
Ismaila Sarr.
Ismaila Sarr.
Mynd: EPA
Crystal Palace hefur komist að samkomulagi við franska félagið Marseille um kaup á kantmanninum Ismaila Sarr.

Kaupverðið er tæplega 13 milljónir punda en ekki er búist við því að það verði neitt vandamál með persónulegt samkomulag við leikmanninn.

Dougie Freedman, yfirmaður fótboltamála hjá Crystal Palace, hefur miklar mætur á Sarr og vildi kaupa hann þegar hann var hjá Watford.

Sarr er 26 ára gamall og er spenntur fyrir að snúa aftur í enska boltann eftir dvöl sína hjá Watford frá 2019 til 2023, þegar hann var keyptur til Marseille.

Sarr skoraði fimm mörk og gaf sex stoðsendingar í 35 leikjum með Marseille en þessi fljóti og tekníski kantmaður er núna á leið til Lundúna.
Athugasemdir
banner
banner
banner