Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fös 26. júlí 2024 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Roma reynir að stela Dovbyk undan Atlético
Mynd: Getty Images
Atlético Madrid er tilbúið til að virkja riftunarákvæðið í samningi úkraínska framherjans Artem Dovbyk hjá Girona, en gengur illa að ná samkomulagi við leikmanninn um samningsmál.

Dovbyk kostar 40 milljónir evra og hefur ítalska félagið AS Roma ákveðið að skerast í leikinn.

Daniele De Rossi þjálfari hefur miklar mætur á Dovbyk og er búinn að spjalla við hann nokkrum sinnum á síðustu dögum.

Roma er að undirbúa 40 milljóna tilboð á næstu dögum en liðinu sárvantar sóknarmann eftir að Serdar Azmoun, Romelu Lukaku og Andrea Belotti yfirgáfu félagið eftir síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner