Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   fim 25. júlí 2024 21:12
Ívan Guðjón Baldursson
Sambandsdeildin: Blikar töpuðu gegn Drita
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 1 - 2 Drita
0-1 Arb Manaj ('3)
0-2 Veton Tusha ('22)
1-2 Ísak Snær Þorvaldsson ('70)
Rautt spjald: Besnik Krasniqi, Drita ('89)

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Drita

Breiðablik tók á móti Drita í lokaleik kvöldsins hjá íslensku liðunum í forkeppni Sambandsdeildarinnar og lenti undir snemma leiks þegar Arb Manaj skoraði eftir slakan varnarleik heimamanna í Kópavogi.

Blikar áttu í miklum erfiðleikum í byrjun leiks og fengu annað mark í andlitið þegar vörnin sofnaði á verðinum og Veton Tusha slapp í gegn eftir langa sendingu og kláraði með marki til að tvöfalda forystuna.

Breiðablik tók yfir stjórn á leiknum eftir seinna markið og komst nálægt því að minnka muninn en tókst ekki.

Í síðari hálfleik voru Blikar mun sterkari aðilinn en þeim tókst ekki að skora fyrr en á 70. mínútu, þegar Ísak Snær Þorvaldsson eftir góðan undirbúning frá Höskuldi Gunnlaugssyni.

Breiðablik fékk mjög góð færi til að jafna metin á lokakaflanum en tókst ekki þrátt fyrir gifurlega mikinn sóknarþunga. Blikar kláruðu þá leikinn einum manni fleiri en lokatölur urðu 1-2 og þurfa þeir að sigra Drita þegar liðin mætast í Kósovó.
Athugasemdir
banner
banner
banner