Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fös 26. júlí 2024 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Maresca: Markmannsstaðan ein sú mikilvægasta
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Enzo Maresca, nýr þjálfari Chelsea, tjáði sig um markmannsstöðuna hjá Chelsea eftir 2-2 jafntefli gegn Wrexham í æfingaleik í Bandaríkjunum í nótt.

Maresca neitaði að tjá sig um Filip Jörgensen sem virðist vera á leið til Chelsea fyrir um 20 milljónir evra en hrósaði Robert Sánchez í hástert.

„Það sem ég get sagt er að Robert gerði mjög vel í kvöld og hefur staðið sig frábærlega síðan ég kom hingað," sagði Maresca.

„Markmannsstaðan er ein sú mikilvægasta fyrir okkur og hvernig við viljum spila fótbolta.

„Ég tjái mig eingöngu um leikmenn sem eru hjá Chelsea og ég er mjög ánægður með Robert."


Jörgensen er hugsaður sem varamarkvörður fyrir Sánchez og þá yrði Djordje Petrovic þriðji markvörður, ef hann verður ekki seldur í sumar. Petrovic vill vera áfram hjá félaginu til að berjast um sæti í byrjunarliðinu.

„Eins og staðan er núna þá erum við með fjóra markverði en félagaskiptaglugginn er opinn og það er ýmislegt sem getur enn gerst."

Gabriel Slonina og Kepa Arrizabalaga eru einnig í leikmannahópi Chelsea sem stendur.
Athugasemdir
banner
banner