Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fös 26. júlí 2024 19:18
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jafnt í Íslendingaslag - Ari hélt hreinu
Kolbeinn Finnsson
Kolbeinn Finnsson
Mynd: Getty Images

Sönderjyske fékk Lyngby í heimsókn í Íslendingaslag í dönsku deildinni í dag.


Kolbeinn Finnsson lék allan leikinn fyrir Lyngby en Sævar Atli Magnússon kom ekkert við sögu í seinni hálfleik eftir að hafa fengið smá högg í þeim fyrri.

Atli Barkarson lék allan leikinn fyrir Sönderjyske en Daníel Leó Grétarsson var tekinn af veli eftir rúmlega klukkutíma leik og Kristall máni Ingason var tekinn af velli undir lok leiksins.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Þetta var fyrsta stig beggja liða í deildinni en þetta var fyrsti leikurinn í 2. umferð.

Ari Leifsson var í byrjunarliði Kolding sem gerði markalaust jafntefli gegn Hvidovre í næst efstu deild í Danmörku. Kolding er með tvö stig í 7. sæti eftir tvær umferðir.


Athugasemdir
banner
banner
banner