Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fim 25. júlí 2024 13:30
Elvar Geir Magnússon
Mascherano: Hefði ekki gerst á hverfismóti
 Javier Mascherano.
Javier Mascherano.
Mynd: EPA
Javier Mascherano þjálfari Ólympíuliðs Argentínu segist aldrei hafa upplifað annan eins „sirkus“ og í 2-1 tapi liðsins gegn Marokkó í fyrsta fótboltaleik Ólympíuleikanna.

„Ég get ekki útskýrt hvað átti sér stað. Við biðum í einn og hálfan tíma í klefanum án þess að okkur var sagt hvað væri í gangi," segir Mascherano.

Leik var hætt í uppbótartíma þegar áhorfendur hlupu inn á völlinn en síðustu þrjár mínúturnar í leiknum voru spilaðar tæpum tveimur klukkustundum síðar og það án áhorfenda.

Áður en leikur hófst að nýju var hinsvegar mark tekið af Argentínumönnum sem héldu að þeir hefðu jafnað í 2-2. En eftir VAR skoðun var dæmd rangstaða.

„Áhorfendur voru að grýta hlutum í okkur og þetta var mesti sirkus sem ég hef séð á ævinni. Ég veit ekki af hverju þeir voru klukkutíma og 20 mínútur að skoða markið. Þetta er skammarlegt og hefði ekki átt sér stað í hverfismóti. Þetta er vandræðalegt fyrir Ólympíuleikana," segir Mascherano.

„Ég er ekki hrifinn af þessu en við verðum að horfa fram veginn. Við ætlum að ná í sigra í hinum leikjunum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner